Enski boltinn

Sky Sports: West Ham hafnaði boðum í Bellamy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Bellamy fagnar marki í leik með West Ham.
Craig Bellamy fagnar marki í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Heimildum enskra fjölmiðla ber ekki saman hvort að West Ham hafi tekið eða hafnað boðum Tottenham og Manchester City í Craig Bellamy.

Daily Mail hélt því fram í morgun að West Ham hafi tekið tilboði Tottenham í Bellamy upp á tólf milljónir punda. Fréttastofa Sky Sports segir hins vegar að West Ham hafi hafnað tilboðum frá bæði Tottenham og Manchester City en tilboð síðarnefnda félagsins er sagt hljóma upp á ellefu milljónir punda.

Ef rétt reynist er þetta fjórða tilboðið frá Manchester City sem West Ham hefur hafnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×