Enski boltinn

Agger sagður hafa samið við AC Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Agger í leik með Liverpool.
Daniel Agger í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Ítalskir fjölmiðlar halda því fram í dag að Daniel Agger, leikmaður Liverpool, sé á leið til ítalska úrvalsdeildarfélagsins AC Milan.

Það er fullyrt að þetta verði tilkynnt á allra næstu dögum. Samkomulag mun vera í höfn eftir að Adriano Galliani, varaformaður AC Milan, hitti umboðsmann Agger að máli.

Agger er sagður hafa samþykkt fjögurra ára samning við AC Milan sem muni greiða Liverpool níu milljónir evra fyrir leikmanninn. Núverandi samningur Agger við Liverpool rennur út í lok næsta tímabils.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×