Enski boltinn

West Ham sagt taka tilboði Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Bellamy í leik með West Ham.
Craig Bellamy í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Enska götublaðið Daily Mail heldur því fram í dag að Íslendingafélagið West Ham hafi tekið tilboði Tottenham í Craig Bellamy.

Tilboðið er sagt hljóma upp á tólf milljónir punda og mun Tottenham greiða tíu milljónir strax og afganginn eftir að Bellamy hefur leikinn ákveðinn fjölda leikja fyrir félagið.

Manchester City hefur þrívegis boðið í Bellamy en öllum tilboðunum hefur verið hafnað, nú síðast upp á 9,5 milljónir punda.

Þó er búist við því að City muni jafna boð Tottenham og að Bellamy geti þá valið á milli félaganna tveggja.

Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, hefur ítrekað verið fullvissaður um að enginn leikmenn verði seldir frá félaginu nema að hann leggi blessun sína yfir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×