Enski boltinn

Mikil ásókn í leikmenn West Ham

AFP
Leikmenn Íslendingaliðsins West Ham United eru eftirsóttir þessa dagana en félagið hefur ekki við að hafna tilboðum í nokkra þeirra.

Ásgeir Friðgeirsson varaformaður stjórnar West Ham sagði í samtali við fréttastofu að rekstur félagsins sé tryggður selji félagið 5 leikmenn, tveir þeirra eru þegar farnir Matthew Etherington til Stoke og Lee Bowyer til Birmingham.

Luis Boa Morte gæti enn farið til Hull og þá eru þeir Callum Davenport og Julien Faubert til sölu. Ef Davenport verður seldur kemur Hólmar Örn Eyjólfsson væntanlega í æfingahóp félagsins.

Velski framherjinn, Craig Bellamy, fer að öllum líkindum frá West Ham. Ásgeir Friðgeirsson segir að leikmaðurinn vilji fara og breska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Bellamy hafi stormað reiður út af æfingu liðsins í dag eftir að honum hafi verið neitað um að fá að ræða við Tottenham eftir 12 milljón punda tilboð félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×