Enski boltinn

Gunnleifur til Crewe?

Mynd/Valli
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Guðjón Þórðarson nýráðinn knattspyrnustjóri C-deildarliðsins Crewe á Englandi sett sig í samband við Gunnleif Gunnleifsson landsliðsmarkvörð Íslands með það fyrir augum að fá hann í sínar raðir.

Gunnleifur vildi ekki staðfesta þetta í samtali við fréttastofu í dag en sagði þó að erlend félög hefðu sýnt sér áhuga. Crewe er langneðst í C-deildinni en liðið hefur fengið á sig 47 mörk í 23 leikjum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×