Fleiri fréttir

Blackburn fær franskan bakvörð

Blackburn hefur samið við franska bakvörðinn Gael Givet frá Marseille og fær hann að láni til loka tímabilsins.

Kilbane kominn til Hull

Hull hefur gengið frá kaupunum á Kevin Kilbane frá Wigan en kaupverðið er óuppgefið. hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá Hull.

City ekki búið að gefast upp á Bellamy

Manchester City er ekki búið að gefast upp á því að reyna að kaupa Craig Bellamy frá West Ham þó svo að síðarnefnda félagið hafi þegar hafnað þremur tilboðum frá City.

Cisse vill vera áfram hjá Sunderland

Djibril Cisse vill gjarnan vera lengur hjá Sunderland en hann er nú á láni hjá félaginu frá franska úrvalsdeildarliðinu Marseille.

Bullard fer ekki til Bolton

Ekkert verður af því að Jimmy Bullard verði seldur til Bolton þar sem að félagið telur sig ekki getað gengið að kröfum Fulham.

Drogba á sér framtíð hjá Chelsea

Ray Wilkins, aðstoðarknattspyrnustjóri Chelsea, segir að Didier Drogba eigi sér vissulega framtíð hjá Chelsea þó að hann hafi ekki verið í leikmannahópi liðsins sem mætti Southend í ensku bikarkeppninni í gær.

Hughes segir Kaka enn í myndinni

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið eigi enn í viðræðum um kaup á Brasilíumanninum Kaka frá AC Milan.

Skíðabrekka nefnd í höfuð Schumachers

Ferrari Formúlu 1 liðið dvaldi í skíðapardísinni í Madonna di Campiglio á Ítalíu í gær á árlegri uppákomu til að efla andann. Meðal gesta var Michael Schumacher og stjórnendur skíðasvæðisins ákváðu að nefna brunbrekku í höfuðið á kappanum.

Eiður tryggði Barcelona sigur á Atletico

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld þegar liðið lagði Atletico Madrid 2-1 á heimavelli sínum í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum spænska konungsbikarsins.

Batista tryggði Roma sigur á Sampdoria

Brasilíumaðurinn Julio Baptista lét til sín taka í fjarveru þeirra Francesco Totti og Mirko Vucinic í kvöld þegar hann skoraði eitt mark í hvorum hálfleik í 2-0 sigri Roma á Sampdoria í ítölsku A-deildinni. Roma fór í áttunda sætið með sigrinum.

Rooney verður frá í þrjár vikur

Sir Alex Ferguson var að vonum kátur með 1-0 sigur sinna manna í Manchester United á Wigan í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn var liðinu þó dýr því markaskorarinn Wayne Rooney meiddist í leiknum.

Podolski á leið til Köln á ný

Þýski landsliðsframherjinn Lukas Podolski mun að öllum líkindum ganga í raðir síns gamla félags Köln í þýsku úrvalsdeildinni næsta sumar.

Chelsea komið áfram í bikarnum

Chelsea er komið áfram í fjórðu umferð enska bikarsins eftir 4-1 útisigur á Southend í aukaleik í þriðju umferðinni í kvöld. Chelsea lenti undir 1-0 eftir stundarfjórðung, en bjargaði sér frá niðurlægingu með góðum síðari hálfleik.

KR upp fyrir Val

Þrettánda umferðinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. KR vann öruggan 77-53 sigur á Val og hirti þar með fjórða sætið af Valsliðinu.

United fer aftur til Asíu

Manchester United mun heimsækja Asíu í tíu daga keppnisferð næsta sumar þar sem liðið mun spila í Kína, Suður-Kóreu, Indónesíu og Malasíu.

Calderon íhugar að hætta

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hefur látið í veðri vaka að hann muni láta af störfum hjá félaginu þegar kjörtímabili hans líkur á næsta ári.

40 þúsund evrur fyrir þrjá bjóra

Barcelona hefur verið sektað um 40,000 evrur af spænska knattspyrnusambandinu eftir að þremur bjórdósum var kastað inn á Nou Camp í leik liðsins gegn Mallorca í síðasta mánuði.

Bolton á eftir Bullard

Bolton ætlar að bjóða fimm milljónir punda í Jimmy Bullard samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla.

Webb aldrei liðið verr á ferlinum

Howard Webb knattspyrnudómari segir að sér hafi aldrei liðið verr á sínum ferli en þegar að Wolves skoraði annað mark sitt í bikarleiknum gegn Birmingham í gærkvöldi.

Adriano ekki til Tottenham

Umboðsmaður Brasilíumannsins Adriano hefur þvertekið fyrir að hann sé á leið til Tottenham eins og enskir fjölmiðlar hafa gefið í skyn í dag.

Glenn Roeder rekinn frá Norwich

Enska B-deildarliðið Norwich hefur sagt upp samningi Glenn Roeder við félagið en liðinu hefur ekki gengið vel á tímabilinu undir hans stjórn.

Kaka vill vera áfram í Milan

Kaka gefur lítið fyrir þær vangaveltur að hann sé á leið til Manchester City í Englandi og segist vilja vera áfram í herbúðum AC Milan.

KR og Grindavík mætast í bikarnum

Dregið var í undanúrslit Subway-bikarkeppni karla og kvenna í dag. Tvö efstu liðin í Iceland Express deild karla, KR og Grindavík, mætast í karlaflokki.

Anna er hörkutól sem gefur ekki þumlung eftir

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er búinn að ganga frá öllum sínum málum hjá Team Esbjerg og spilar væntanlega sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið mætir Slagelse á útivelli.

Drillo tekur við Noregi

Egil „Drillo“ Olsen mun taka við norska landsliðinu eftir því sem kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag.

Benitez undir hnífinn í þriðja sinn

Rafael Benitez mun í dag gangast undir uppskurð vegna nýrnasteina í þriðja sinn á skömmum tíma. Sammy Lee mun stýra æfingum þar til hann snýr aftur.

Ísland upp um þrjú sæti á FIFA-lista

Íslenska landsliðið í knattspyrnu situr í 80. sæti styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og hefur færst upp um þrjú sæti frá síðasta lista.

Adams segir að Hermann fari ekki

Tony Adams, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir að Hermann Hreiðarsson verði áfram hjá félaginu út leiktíðina.

16,7 milljarðar fyrir Kaka?

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Manchester City sé reiðubúið að reiða fram hvaða upphæð sem er til að tryggja sér þjónustu Brasilíumannsins Kaka.

Kinnear biður Ashley um peninga

Joe Kinnear hefur greint frá því að hann hefur farið fram á að Mike Ashley, eigandi Newcastle, opni budduna til þess að félagið geti keypt nýja leikmenn í mánuðinum.

Le Saux sparkað úr dansþætti

Stuðningsmenn Chelsea áttu miður skemmtilegan dag á sunnudaginn. Fyrst máttu þeir horfa upp á sína menn tapa fyrir Manchester United og síðar um daginn var Graeme Le Saux kosinn af dansþættinum Dancing on Ice.

Drogba hent úr hópnum

Enskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Didier Drogba verði ekki í leikmannahópi Chelsea sem mætir Southend í síðari leik liðanna í ensku bikarkeppninni í kvöld.

City í viðræðum um Kaka

Manchester City er í viðræðum við AC Milan um hugsanleg kaup á brasilíska miðjumanninum Kaka. Þetta er samkvæmt heimildum íþróttadeildar Sky.

Inter í vandræðum með tíu leikmenn Genoa

Ítalíumeistarar Inter lentu í basli með Genoa í sextán liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld. Genoa lék einum manni færri frá 19. mínútu en þrátt fyrir liðsmuninn fór leikurinn í framlengingu.

Burnley vann QPR eftir framlengingu

Jay Rodriguez var hetja Burnley þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Queens Park Rangers í kvöld. Markið skoraði hann á síðustu mínútu framlengingar en staðan var 1-1 eftir hefðbundinn leiktíma.

Portsmouth komst áfram

Alls voru níu leikir í þriðju umferð ensku FA bikarkeppninnar í kvöld. Þar af fimm leikir sem þurfti að endurtaka þar sem fyrri viðureignirnar enduðu með jafntefli.

Öruggur sigur Stjörnustúlkna

Stjarnan vann öruggan útisigur á Fram í frestuðum leik í N1-deild kvenna sem fram fór í kvöld. Úrslitin urðu 23-33 en Garðabæjarliðið hafði leikinn í sínum höndum frá upphafi til enda.

Njarðvík áfram í undanúrslit

Átta liða úrslitum Subway-bikars karla lauk í kvöld með leik Njarðvíkur og Hauka. Heimamenn í Njarðvík unnu þar sigur 77-62. Staðan í hálfleik var 38-29.

Sjá næstu 50 fréttir