Enski boltinn

Hicks á von á að Benitez verði áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, á ekki von á öðru en að Rafael Benitez verði áfram knattspyrnustjóri liðsins þó svo að hann hafi hafnað samningstilboði félagsins.

Benitez kom til Liverpool árið 2004 og hefur átt í samningaviðræðum í drjúgan tíma. Í dag greindi hann frá því að hann hafnaði samningnum þar sem honum þótti hann ekki hafa nægilega mikið vald yfir félagaskiptamálum leikmanna.

„Eins og Rafa segir þá eigum við gott samband," sagði Hicks í samtali við enska fjölmiðla og sagðist engar áhyggjur hafa á þessu. „Við skiljum vel afstöðu Rafa og ætlum okkur að vinna áfram með honum. Við munum halda viðræðum áfram og finna lausn á þessu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×