Íslenski boltinn

KSÍ eykur stuðning við aðildarfélög

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/E. Stefán

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur samþykkt að auka stuðning við þau aðildarfélög sambandsins sem keppa í meistaraflokki. Aðgerðirnar nema samtals 100 milljónum króna.

Aðgerðirnar eru þrískiptar. Í fyrsta lagi mun KSÍ taka yfir ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2009 í öllum deildum beggja kynja sem og í bikarleikjum.

Þá mun framlag þeirra 24 félaga sem leika í tveimur efstu deildum karla og hafa umgengist leyfiskerfi KSÍ úr 250 þúsund í 500 þúsund.

Þá munu nýir samningar við Sportfive vegna sjónvarps- og markaðsréttinda í efstu deild karla sem og bikarkeppni KSÍ fyrir árin 2010 til 2015 skila auknum tekjum til aðildarfélaga miðað við núverandi samning sem rennur út á árinu. Nýr samningur mun þó strax leiða til aukins fjárframlags til félaganna strax á þessu ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×