Enski boltinn

Hull fær lánaðan framherja frá Man Utd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manucho fagnar marki í leik með Manchester United.
Manucho fagnar marki í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Hull City hefur samið við Manchester United um að fá framherjann Manucho að láni frá félaginu til loka tímabilsins.

Manucho er 25 ára gamall landsliðsmaður frá Angóla og hefur komið við sögu í tveimur leikjum United í haust. Hann meiddist í sumar og missti því að undirbúningstímabili United. Hann kom til liðsins fyrir ári síðan og skrifaði þá undir þriggja ára samning.

Manucho var lánaður til Panathinaikos í janúar í fyrra þar sem hann skoraði fjögur mörk í sjö leikjum fyrir félagið.

Hann spilaði með landsliði Angóla á Afríkumótinu í fyrra og var þá valinn í lið mótsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×