Fleiri fréttir

Tryggvi og félagar unnu óvæntan sigur gegn Barcelona

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Barcelona í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld, 85-83.

Fiorentina stöðvaði sigurgöngu ítölsku meistaranna

Fiorentina vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ítalíumeisturum AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn höfðu meistararnir unnið þrjá deildarleiki í röð.

Janus og Sig­valdi einu stigi frá deildar­meistara­titlinum

Þrátt fyrir að enn séu fjórar umferðir eftir af norsku deildinni í handbolta eru Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í verðandi ofurliðinu Kolstad aðeins einu stigi frá norska deildarmeistaratitlinum eftir öruggan tólf marka sigur gegn Drammen í kvöld, 40-28.

Bayern endurheimti toppsætið

Þýskalandsmeistarar Bayern München lyftu sér aftur á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 2-1 útisigur gegn Stuttgart í kvöld. Þá virðist Union Berlin vera að stimpla sig út úr toppbaráttunni, en liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Köln á sama tíma.

„Við vorum kannski að flýta okkur full mikið “

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum, 26-29 gegn B-liði Noregs er liðin mættust á Ásvöllum í dag. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur í leikslok.

Hlín skoraði í endurkomusigri Kristianstad

Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Íslendingaliðs Kristianstad er liðið vann 2-1 endurkomusigur gegn Linkoping í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Árs bann þriggja heldri kylfinga stað­fest

Eins árs keppnisbann heldri kylfinganna Margeirs Ólafssonar, Kristjáns Ólafs Jóhannessonar og Helga Svanbergs Ingasonar hefur verið staðfest af dómstóli GSÍ. Málið snýst meðal annars um umdeilda staðarreglu á Jaðarsvelli og hefur dregið dilk á eftir sér.

Fyrsti sigur Chelsea í 59 daga

Chelsea hefur byrjað nýtt ár skelfilega og fyrir daginn í dag hafði liðið aðeins unnið einn leik í öllum keppnum síðan nýtt ár gekk í garð. Liðið vann þó loksins langþráðan 1-0 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Varamaðurinn Nelson hetja Arsenal í dramatískum sigri

Topplið Arsenal vann vægast sagt dramatískan 3-2 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Bournemouth komust tveimur mörkum yfir en varamaðurinn Reiss Nelson sá til þess að Skytturnar sneru dæminu við og nældu í dýrmæt þrjú stig.

Val­geir Lund­dal í átta liða úr­slit

Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn er sænsku meistararnir í Häcken tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Íslendingalið Örebro og Sirius eru hins vegar fallin úr leik.

Skoraði í dag en á reynslu hjá FCK í gær

Daníel Ingi Jóhannesson skoraði síðara mark ÍA í 2-0 sigri liðsins á Grindavík í dag. Daníel Ingi var staddur í Kaupmannahöfn í gær þar sem hann var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn. Eldri bróðir hans, Ísak Bergmann, spilar með Danmerkurmeisturunum.

Vægðar­laust lið Man City lagði New­cast­le

Englandsmeistarar Manchester City lögðu Newcastle United 2-0 í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Man City hafi verið vægðarlaust en liðið átti þrjú skot á markið í leik dagsins, tvö þeirra enduðu í netinu.

Stoð­sendingar Atla og Svein­dísar Jane dugðu skammt

Bæði Atli Barkarson og Sveindís Jane Jónsdóttir lögðu upp mörk fyrir lið sín í dag. Bæði lögðu upp fyrsta mark leiksins og bæði máttu þola 2-1 tap. Um var að ræða fyrsta tap Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Pirraður á að vera ekki valinn í lands­liðið

Brasilíumaðurinn Gabriel Magalhães, miðvörður Arsenal, var vægast sagt ósáttur með að vera ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn á dögunum. Grínaðist hann með að vera orðinn körfuboltamaður á samfélagsmiðlum áður en hann eyddi færslunni.

Hamilton segir Mercedes eiga langt í land

Lewis Hamilton kom áttundi í mark á æfungunni í aðdraganda Formúlu 1 kappaksturs helgarinnar sem fram fer í Barein. Hann segir sína menn í Mercedes eiga langt í land ætli liðið sér að keppa um titilinn.

Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester

Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja.

Kol­beinn grát­lega ná­lægt því að komast á­fram

Kolbeinn Höður Gunnarsson var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit í 60 metra hlaupi á Evrópumótinu í frjálsíþróttum sem nú fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. Tími hans í dag var rétt undir Íslandsmetinu sem hann setti í janúar á þessu ári og enn nærri tímanum sem hefði komið honum áfram.

„Þetta var torsóttur sigur“

Selfyssingar sigruðu ÍR á Selfossi í kvöld 32-30. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með tveggja marka sigur og halda Selfyssingar áfram að klífa upp töfluna. Selfyssingar leiddu gott sem allan leikinn en náðu aldrei að slíta sig frá baráttuglöðum ÍR-ingum.

„Fáránlega mikið afrek hjá mínum mönnum“

Valsmenn urðu í kvöld deildarmeistarar í Olís-deildinni. Áttundi titilinn í röð í höfn hjá Val sem er ótrúlegt afrek. Varð þetta ljóst eftir 32-21 sigur liðsins á Gróttu í kvöld.

Lazio batt enda á sigurgöngu toppliðsins

Napoli, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, mátti þola 0-1 tap er liðið tók á móti Lazio í toppslag ítölsku deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði Napoli unnið átta deildarleiki í röð.

Dortmund skaust á toppinn

Dortmund skaust í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 2-1 sigur gegn RB Leipzig í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir