Fleiri fréttir Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. 4.3.2023 23:14 Sandra hlóð í þrennu gegn Íslandsmeisturunum | Blikar völtuðu yfir Aftureldingu Sandra María Jessen skoraði þrennu fyrir Þór/KA er liðið gerði sér lítið fyrir og vann 4-3 sigur gegn Íslandsmeisturum Vals í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þá skoraði Birta Georgsdóttir einnig þrennu fyrir Breiðablik sem vann vægast sagt öruggan sigur gegn Aftureldingu, lokatölur 7-0. 4.3.2023 22:31 Tryggvi og félagar unnu óvæntan sigur gegn Barcelona Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Barcelona í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld, 85-83. 4.3.2023 22:26 Fiorentina stöðvaði sigurgöngu ítölsku meistaranna Fiorentina vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ítalíumeisturum AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn höfðu meistararnir unnið þrjá deildarleiki í röð. 4.3.2023 21:47 Snæfríður sló tvö Íslandsmet Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir sló tvö Íslandsmet á Vestur-Danmerkurmótinu í sundi í dag. 4.3.2023 21:11 Janus og Sigvaldi einu stigi frá deildarmeistaratitlinum Þrátt fyrir að enn séu fjórar umferðir eftir af norsku deildinni í handbolta eru Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í verðandi ofurliðinu Kolstad aðeins einu stigi frá norska deildarmeistaratitlinum eftir öruggan tólf marka sigur gegn Drammen í kvöld, 40-28. 4.3.2023 20:33 Bayern endurheimti toppsætið Þýskalandsmeistarar Bayern München lyftu sér aftur á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 2-1 útisigur gegn Stuttgart í kvöld. Þá virðist Union Berlin vera að stimpla sig út úr toppbaráttunni, en liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Köln á sama tíma. 4.3.2023 20:03 Jón Dagur skoraði tvö og lagði upp eitt í langþráðum sigri Leuven Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var allt í öllu í liði OH Leuven er liðið vann langþráðan 4-2 sigur gegn Waregem í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 4.3.2023 19:41 Botnliðið nældi í mikilvæg stig í fallbaráttunni Southampton, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, nældi sér í mikilvæg þrjú stig er liðið vann 1-0 sigur gegn Leicester í kvöld. 4.3.2023 19:28 „Við vorum kannski að flýta okkur full mikið “ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum, 26-29 gegn B-liði Noregs er liðin mættust á Ásvöllum í dag. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur í leikslok. 4.3.2023 18:38 Hlín skoraði í endurkomusigri Kristianstad Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Íslendingaliðs Kristianstad er liðið vann 2-1 endurkomusigur gegn Linkoping í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag. 4.3.2023 18:29 Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur B 26-29 | Íslensku stelpurnar köstuðu frá sér sjö marka forskoti Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti B-liði Noregs í vináttuleik á Ásvöllum í dag, 26-29. Þetta var í annað skipti á þrem dögum sem liðin mætast, en íslensku stelpurnar máðu mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik. 4.3.2023 18:14 Árs bann þriggja heldri kylfinga staðfest Eins árs keppnisbann heldri kylfinganna Margeirs Ólafssonar, Kristjáns Ólafs Jóhannessonar og Helga Svanbergs Ingasonar hefur verið staðfest af dómstóli GSÍ. Málið snýst meðal annars um umdeilda staðarreglu á Jaðarsvelli og hefur dregið dilk á eftir sér. 4.3.2023 18:08 Fyrsti sigur Chelsea í 59 daga Chelsea hefur byrjað nýtt ár skelfilega og fyrir daginn í dag hafði liðið aðeins unnið einn leik í öllum keppnum síðan nýtt ár gekk í garð. Liðið vann þó loksins langþráðan 1-0 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4.3.2023 17:36 Úlfarnir fjarlægjast fallsvæðið eftir sigur gegn Tottenham | Brighton valtaði yfir West Ham Wolves vann virkilega sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þá vann Brighton afar öruggan 4-0 sigur gegn West Ham á sama tíma og Aston Villa lagði Crystal Palace, 1-0. 4.3.2023 17:19 Varamaðurinn Nelson hetja Arsenal í dramatískum sigri Topplið Arsenal vann vægast sagt dramatískan 3-2 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Bournemouth komust tveimur mörkum yfir en varamaðurinn Reiss Nelson sá til þess að Skytturnar sneru dæminu við og nældu í dýrmæt þrjú stig. 4.3.2023 17:00 Frábær leikur Arons dugði ekki gegn lærisveinum Guðmundar Aron Pálmarsson átti frábæran leik fyrir Álaborg þegar liðið mátti þola eins marks tap á útivelli gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia, lokatölur 29-28. 4.3.2023 16:45 Valgeir Lunddal í átta liða úrslit Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn er sænsku meistararnir í Häcken tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Íslendingalið Örebro og Sirius eru hins vegar fallin úr leik. 4.3.2023 16:16 Skoraði í dag en á reynslu hjá FCK í gær Daníel Ingi Jóhannesson skoraði síðara mark ÍA í 2-0 sigri liðsins á Grindavík í dag. Daníel Ingi var staddur í Kaupmannahöfn í gær þar sem hann var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn. Eldri bróðir hans, Ísak Bergmann, spilar með Danmerkurmeisturunum. 4.3.2023 15:50 Vilja að stuðningsmenn liða sinna hætti níðsöngvum um München, Hillsborough og Heysel Liverpool og Manchester United mætast á morgun, sunnudag, í ensku úrvalsdeildinni. Stjórar liðanna, Jürgen Klopp og Erik ten Hag, hafa biðlað til stuðningsfólks liðanna að hætta níðsöngvum sem snúa að harmleik félaganna. 4.3.2023 15:00 Í beinni: Wolves - Tottenham | Conte snýr aftur Antonio Conte mun stýra Tottenham liðinu á ný þegar það heimsækir Úlfann í ensku þurvalsdeildinni en hann hefur misst af mörgum leikjum að undanförnu vegna veikinda. 4.3.2023 14:31 Vægðarlaust lið Man City lagði Newcastle Englandsmeistarar Manchester City lögðu Newcastle United 2-0 í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Man City hafi verið vægðarlaust en liðið átti þrjú skot á markið í leik dagsins, tvö þeirra enduðu í netinu. 4.3.2023 14:30 Stoðsendingar Atla og Sveindísar Jane dugðu skammt Bæði Atli Barkarson og Sveindís Jane Jónsdóttir lögðu upp mörk fyrir lið sín í dag. Bæði lögðu upp fyrsta mark leiksins og bæði máttu þola 2-1 tap. Um var að ræða fyrsta tap Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. 4.3.2023 14:00 Pirraður á að vera ekki valinn í landsliðið Brasilíumaðurinn Gabriel Magalhães, miðvörður Arsenal, var vægast sagt ósáttur með að vera ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn á dögunum. Grínaðist hann með að vera orðinn körfuboltamaður á samfélagsmiðlum áður en hann eyddi færslunni. 4.3.2023 13:15 Hamilton segir Mercedes eiga langt í land Lewis Hamilton kom áttundi í mark á æfungunni í aðdraganda Formúlu 1 kappaksturs helgarinnar sem fram fer í Barein. Hann segir sína menn í Mercedes eiga langt í land ætli liðið sér að keppa um titilinn. 4.3.2023 12:32 Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja. 4.3.2023 11:30 Stuðningsmaður Chelsea fær þriggja ára bann fyrir kynþáttaníð í garð Son Thomas Burchell, stuðningsmaður Chelsea, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá öllum knattspyrnuleikjum á Englandi eftir að hafa beitt Son Heung-Min, leikmann Tottenham Hotspur, kynþáttaníði í leik liðanna þann 14. ágúst síðastliðinn. 4.3.2023 11:01 Skrautleg sigurkarfa Randle, Westbrook getur ekki unnið og Jókerinn í stuði Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann áttunda leikinn í röð þökk sé Julius Randle, Sacramento Kings sá til þess að Russell Westbrook hefur ekki unnið leik sem leikmaður Los Angeles Clippers og Nikola Jokić náði enn á ný þrefaldri tvennu í sigri Denver Nuggets. 4.3.2023 10:31 Reynir að komast í Eurovision og útilokar ekki að spila í Bestu-deildinni í sumar Bragi Bergsson sem keppir í úrslitum Söngvakeppninnar í kvöld hefur leikið fótbolta alla sína tíð. Hann útilokar ekki að spila í Bestu deild karla í sumar. 4.3.2023 10:00 Kolbeinn grátlega nálægt því að komast áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit í 60 metra hlaupi á Evrópumótinu í frjálsíþróttum sem nú fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. Tími hans í dag var rétt undir Íslandsmetinu sem hann setti í janúar á þessu ári og enn nærri tímanum sem hefði komið honum áfram. 4.3.2023 09:16 Ungverskt stórlið pikkar í mögulegan landsliðsþjálfara Íslands Ungverska stórliðið Pick Szeged hefur boðist til að kaupa upp samning Michael Apelgren, þjálfara sænska liðsins Sävehof. Apelgren er einn þeirra sem hefur sagst hafa áhuga á þjálfarastöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 4.3.2023 08:00 Knattspyrnudeild Breiðabliks nauðbeygð til að skipta um gervigras Knattspyrnudeild Breiðabliks var nauðbeygð til þess að skipta um gervigras á Kópavogsvelli til að liðið gæti spilað sína heimaleiki í Evrópukeppnunum í fótbolta í sumar. 4.3.2023 07:00 Dagskráin í dag: Ítalski boltinn, spænski körfuboltinn, NBA og golf Það verður nokkuð þétt dagskrá á sportrásum Stöðvar 2 í dag þar sem boðið verður upp á sex beinar útsendingar. 4.3.2023 06:01 Hakimi sætir rannsókn eftir ásakanir um nauðgun Marokkóski fótboltamaðurinn Achraf Hakimi, varnarmaður PSG í Frakklandi, sætir rannsókn eftir að hafa verið sakaður um nauðgun. 3.3.2023 23:31 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3.3.2023 23:08 Keflavík hafði betur í níu marka leik | Njarðvík vann öruggan sigur Þrír leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Keflavík vann 5-4 útisigur gegn Fjölni í riðli 4, Fylkir vann 2-1 sigur gegn Þrótti R. í sama riðli og í riðli 3 vann Njarðvík öruggan 4-1 sigur gegn Aftureldingu. 3.3.2023 23:00 Umfjöllun og viðtal: Afturelding - Hörður 32-25 | Fallið blasir við Ísfirðingum Afturelding vann góðan sigur á botnliði Harðar í 18. umferð Olís-deildar karla. Leikið var í Mosfellsbæ þar sem heimamann réðu lögum og lofum í afar tíðinda litlum leik. Lokatölur 32-25. 3.3.2023 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 32-21 | Enn einn titillinn á Hlíðarenda Valur er deildarmeistari í Olís-deild karla árið 2023. Þetta var staðfest í kvöld með sigri heimamanna í Val á Gróttu í 18. umferð deildarinnar. Leiknum lauk með ellefu marka sigri Valsmanna, en aldrei var í raun spurning hvor megin sigurinn myndi enda í kvöld. Lokatölur 32-21. 3.3.2023 22:16 „Þetta var torsóttur sigur“ Selfyssingar sigruðu ÍR á Selfossi í kvöld 32-30. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með tveggja marka sigur og halda Selfyssingar áfram að klífa upp töfluna. Selfyssingar leiddu gott sem allan leikinn en náðu aldrei að slíta sig frá baráttuglöðum ÍR-ingum. 3.3.2023 21:51 „Fáránlega mikið afrek hjá mínum mönnum“ Valsmenn urðu í kvöld deildarmeistarar í Olís-deildinni. Áttundi titilinn í röð í höfn hjá Val sem er ótrúlegt afrek. Varð þetta ljóst eftir 32-21 sigur liðsins á Gróttu í kvöld. 3.3.2023 21:46 Lazio batt enda á sigurgöngu toppliðsins Napoli, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, mátti þola 0-1 tap er liðið tók á móti Lazio í toppslag ítölsku deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði Napoli unnið átta deildarleiki í röð. 3.3.2023 21:44 Dortmund skaust á toppinn Dortmund skaust í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 2-1 sigur gegn RB Leipzig í kvöld. 3.3.2023 21:36 Mikael og félagar upp í efri hlutann eftir sigur í Íslendingaslag Mikael Neville Anderson og félagar hans í AGF unnu nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Aroni Sigurðarsyni og félögum hans í Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 3.3.2023 20:17 Nýliðarnir fá sýrlenskan varnarmann frá Svíþjóð HK-ingar, nýliðar í Bestu-deild karla í fótbolta, hafa fengið sýrlenska varnarmanninn Ahmad Faqa á láni frá sænska félaginu AIK. 3.3.2023 19:31 Rúnar og félagar komust aftur á sigurbraut og stukku upp um þrjú sæti Eftir fjóra leiki í röð án sigurs unnu Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Alanyaspor loks langþráðan sigur er liðið tók á móti Basaksehir í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 3.3.2023 19:04 Sjá næstu 50 fréttir
Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. 4.3.2023 23:14
Sandra hlóð í þrennu gegn Íslandsmeisturunum | Blikar völtuðu yfir Aftureldingu Sandra María Jessen skoraði þrennu fyrir Þór/KA er liðið gerði sér lítið fyrir og vann 4-3 sigur gegn Íslandsmeisturum Vals í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þá skoraði Birta Georgsdóttir einnig þrennu fyrir Breiðablik sem vann vægast sagt öruggan sigur gegn Aftureldingu, lokatölur 7-0. 4.3.2023 22:31
Tryggvi og félagar unnu óvæntan sigur gegn Barcelona Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Barcelona í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld, 85-83. 4.3.2023 22:26
Fiorentina stöðvaði sigurgöngu ítölsku meistaranna Fiorentina vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ítalíumeisturum AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn höfðu meistararnir unnið þrjá deildarleiki í röð. 4.3.2023 21:47
Snæfríður sló tvö Íslandsmet Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir sló tvö Íslandsmet á Vestur-Danmerkurmótinu í sundi í dag. 4.3.2023 21:11
Janus og Sigvaldi einu stigi frá deildarmeistaratitlinum Þrátt fyrir að enn séu fjórar umferðir eftir af norsku deildinni í handbolta eru Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í verðandi ofurliðinu Kolstad aðeins einu stigi frá norska deildarmeistaratitlinum eftir öruggan tólf marka sigur gegn Drammen í kvöld, 40-28. 4.3.2023 20:33
Bayern endurheimti toppsætið Þýskalandsmeistarar Bayern München lyftu sér aftur á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 2-1 útisigur gegn Stuttgart í kvöld. Þá virðist Union Berlin vera að stimpla sig út úr toppbaráttunni, en liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Köln á sama tíma. 4.3.2023 20:03
Jón Dagur skoraði tvö og lagði upp eitt í langþráðum sigri Leuven Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var allt í öllu í liði OH Leuven er liðið vann langþráðan 4-2 sigur gegn Waregem í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 4.3.2023 19:41
Botnliðið nældi í mikilvæg stig í fallbaráttunni Southampton, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, nældi sér í mikilvæg þrjú stig er liðið vann 1-0 sigur gegn Leicester í kvöld. 4.3.2023 19:28
„Við vorum kannski að flýta okkur full mikið “ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum, 26-29 gegn B-liði Noregs er liðin mættust á Ásvöllum í dag. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur í leikslok. 4.3.2023 18:38
Hlín skoraði í endurkomusigri Kristianstad Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Íslendingaliðs Kristianstad er liðið vann 2-1 endurkomusigur gegn Linkoping í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag. 4.3.2023 18:29
Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur B 26-29 | Íslensku stelpurnar köstuðu frá sér sjö marka forskoti Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti B-liði Noregs í vináttuleik á Ásvöllum í dag, 26-29. Þetta var í annað skipti á þrem dögum sem liðin mætast, en íslensku stelpurnar máðu mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik. 4.3.2023 18:14
Árs bann þriggja heldri kylfinga staðfest Eins árs keppnisbann heldri kylfinganna Margeirs Ólafssonar, Kristjáns Ólafs Jóhannessonar og Helga Svanbergs Ingasonar hefur verið staðfest af dómstóli GSÍ. Málið snýst meðal annars um umdeilda staðarreglu á Jaðarsvelli og hefur dregið dilk á eftir sér. 4.3.2023 18:08
Fyrsti sigur Chelsea í 59 daga Chelsea hefur byrjað nýtt ár skelfilega og fyrir daginn í dag hafði liðið aðeins unnið einn leik í öllum keppnum síðan nýtt ár gekk í garð. Liðið vann þó loksins langþráðan 1-0 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4.3.2023 17:36
Úlfarnir fjarlægjast fallsvæðið eftir sigur gegn Tottenham | Brighton valtaði yfir West Ham Wolves vann virkilega sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þá vann Brighton afar öruggan 4-0 sigur gegn West Ham á sama tíma og Aston Villa lagði Crystal Palace, 1-0. 4.3.2023 17:19
Varamaðurinn Nelson hetja Arsenal í dramatískum sigri Topplið Arsenal vann vægast sagt dramatískan 3-2 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Bournemouth komust tveimur mörkum yfir en varamaðurinn Reiss Nelson sá til þess að Skytturnar sneru dæminu við og nældu í dýrmæt þrjú stig. 4.3.2023 17:00
Frábær leikur Arons dugði ekki gegn lærisveinum Guðmundar Aron Pálmarsson átti frábæran leik fyrir Álaborg þegar liðið mátti þola eins marks tap á útivelli gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia, lokatölur 29-28. 4.3.2023 16:45
Valgeir Lunddal í átta liða úrslit Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn er sænsku meistararnir í Häcken tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Íslendingalið Örebro og Sirius eru hins vegar fallin úr leik. 4.3.2023 16:16
Skoraði í dag en á reynslu hjá FCK í gær Daníel Ingi Jóhannesson skoraði síðara mark ÍA í 2-0 sigri liðsins á Grindavík í dag. Daníel Ingi var staddur í Kaupmannahöfn í gær þar sem hann var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn. Eldri bróðir hans, Ísak Bergmann, spilar með Danmerkurmeisturunum. 4.3.2023 15:50
Vilja að stuðningsmenn liða sinna hætti níðsöngvum um München, Hillsborough og Heysel Liverpool og Manchester United mætast á morgun, sunnudag, í ensku úrvalsdeildinni. Stjórar liðanna, Jürgen Klopp og Erik ten Hag, hafa biðlað til stuðningsfólks liðanna að hætta níðsöngvum sem snúa að harmleik félaganna. 4.3.2023 15:00
Í beinni: Wolves - Tottenham | Conte snýr aftur Antonio Conte mun stýra Tottenham liðinu á ný þegar það heimsækir Úlfann í ensku þurvalsdeildinni en hann hefur misst af mörgum leikjum að undanförnu vegna veikinda. 4.3.2023 14:31
Vægðarlaust lið Man City lagði Newcastle Englandsmeistarar Manchester City lögðu Newcastle United 2-0 í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Man City hafi verið vægðarlaust en liðið átti þrjú skot á markið í leik dagsins, tvö þeirra enduðu í netinu. 4.3.2023 14:30
Stoðsendingar Atla og Sveindísar Jane dugðu skammt Bæði Atli Barkarson og Sveindís Jane Jónsdóttir lögðu upp mörk fyrir lið sín í dag. Bæði lögðu upp fyrsta mark leiksins og bæði máttu þola 2-1 tap. Um var að ræða fyrsta tap Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. 4.3.2023 14:00
Pirraður á að vera ekki valinn í landsliðið Brasilíumaðurinn Gabriel Magalhães, miðvörður Arsenal, var vægast sagt ósáttur með að vera ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn á dögunum. Grínaðist hann með að vera orðinn körfuboltamaður á samfélagsmiðlum áður en hann eyddi færslunni. 4.3.2023 13:15
Hamilton segir Mercedes eiga langt í land Lewis Hamilton kom áttundi í mark á æfungunni í aðdraganda Formúlu 1 kappaksturs helgarinnar sem fram fer í Barein. Hann segir sína menn í Mercedes eiga langt í land ætli liðið sér að keppa um titilinn. 4.3.2023 12:32
Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja. 4.3.2023 11:30
Stuðningsmaður Chelsea fær þriggja ára bann fyrir kynþáttaníð í garð Son Thomas Burchell, stuðningsmaður Chelsea, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá öllum knattspyrnuleikjum á Englandi eftir að hafa beitt Son Heung-Min, leikmann Tottenham Hotspur, kynþáttaníði í leik liðanna þann 14. ágúst síðastliðinn. 4.3.2023 11:01
Skrautleg sigurkarfa Randle, Westbrook getur ekki unnið og Jókerinn í stuði Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann áttunda leikinn í röð þökk sé Julius Randle, Sacramento Kings sá til þess að Russell Westbrook hefur ekki unnið leik sem leikmaður Los Angeles Clippers og Nikola Jokić náði enn á ný þrefaldri tvennu í sigri Denver Nuggets. 4.3.2023 10:31
Reynir að komast í Eurovision og útilokar ekki að spila í Bestu-deildinni í sumar Bragi Bergsson sem keppir í úrslitum Söngvakeppninnar í kvöld hefur leikið fótbolta alla sína tíð. Hann útilokar ekki að spila í Bestu deild karla í sumar. 4.3.2023 10:00
Kolbeinn grátlega nálægt því að komast áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit í 60 metra hlaupi á Evrópumótinu í frjálsíþróttum sem nú fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. Tími hans í dag var rétt undir Íslandsmetinu sem hann setti í janúar á þessu ári og enn nærri tímanum sem hefði komið honum áfram. 4.3.2023 09:16
Ungverskt stórlið pikkar í mögulegan landsliðsþjálfara Íslands Ungverska stórliðið Pick Szeged hefur boðist til að kaupa upp samning Michael Apelgren, þjálfara sænska liðsins Sävehof. Apelgren er einn þeirra sem hefur sagst hafa áhuga á þjálfarastöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 4.3.2023 08:00
Knattspyrnudeild Breiðabliks nauðbeygð til að skipta um gervigras Knattspyrnudeild Breiðabliks var nauðbeygð til þess að skipta um gervigras á Kópavogsvelli til að liðið gæti spilað sína heimaleiki í Evrópukeppnunum í fótbolta í sumar. 4.3.2023 07:00
Dagskráin í dag: Ítalski boltinn, spænski körfuboltinn, NBA og golf Það verður nokkuð þétt dagskrá á sportrásum Stöðvar 2 í dag þar sem boðið verður upp á sex beinar útsendingar. 4.3.2023 06:01
Hakimi sætir rannsókn eftir ásakanir um nauðgun Marokkóski fótboltamaðurinn Achraf Hakimi, varnarmaður PSG í Frakklandi, sætir rannsókn eftir að hafa verið sakaður um nauðgun. 3.3.2023 23:31
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3.3.2023 23:08
Keflavík hafði betur í níu marka leik | Njarðvík vann öruggan sigur Þrír leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Keflavík vann 5-4 útisigur gegn Fjölni í riðli 4, Fylkir vann 2-1 sigur gegn Þrótti R. í sama riðli og í riðli 3 vann Njarðvík öruggan 4-1 sigur gegn Aftureldingu. 3.3.2023 23:00
Umfjöllun og viðtal: Afturelding - Hörður 32-25 | Fallið blasir við Ísfirðingum Afturelding vann góðan sigur á botnliði Harðar í 18. umferð Olís-deildar karla. Leikið var í Mosfellsbæ þar sem heimamann réðu lögum og lofum í afar tíðinda litlum leik. Lokatölur 32-25. 3.3.2023 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 32-21 | Enn einn titillinn á Hlíðarenda Valur er deildarmeistari í Olís-deild karla árið 2023. Þetta var staðfest í kvöld með sigri heimamanna í Val á Gróttu í 18. umferð deildarinnar. Leiknum lauk með ellefu marka sigri Valsmanna, en aldrei var í raun spurning hvor megin sigurinn myndi enda í kvöld. Lokatölur 32-21. 3.3.2023 22:16
„Þetta var torsóttur sigur“ Selfyssingar sigruðu ÍR á Selfossi í kvöld 32-30. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með tveggja marka sigur og halda Selfyssingar áfram að klífa upp töfluna. Selfyssingar leiddu gott sem allan leikinn en náðu aldrei að slíta sig frá baráttuglöðum ÍR-ingum. 3.3.2023 21:51
„Fáránlega mikið afrek hjá mínum mönnum“ Valsmenn urðu í kvöld deildarmeistarar í Olís-deildinni. Áttundi titilinn í röð í höfn hjá Val sem er ótrúlegt afrek. Varð þetta ljóst eftir 32-21 sigur liðsins á Gróttu í kvöld. 3.3.2023 21:46
Lazio batt enda á sigurgöngu toppliðsins Napoli, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, mátti þola 0-1 tap er liðið tók á móti Lazio í toppslag ítölsku deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði Napoli unnið átta deildarleiki í röð. 3.3.2023 21:44
Dortmund skaust á toppinn Dortmund skaust í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 2-1 sigur gegn RB Leipzig í kvöld. 3.3.2023 21:36
Mikael og félagar upp í efri hlutann eftir sigur í Íslendingaslag Mikael Neville Anderson og félagar hans í AGF unnu nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Aroni Sigurðarsyni og félögum hans í Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 3.3.2023 20:17
Nýliðarnir fá sýrlenskan varnarmann frá Svíþjóð HK-ingar, nýliðar í Bestu-deild karla í fótbolta, hafa fengið sýrlenska varnarmanninn Ahmad Faqa á láni frá sænska félaginu AIK. 3.3.2023 19:31
Rúnar og félagar komust aftur á sigurbraut og stukku upp um þrjú sæti Eftir fjóra leiki í röð án sigurs unnu Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Alanyaspor loks langþráðan sigur er liðið tók á móti Basaksehir í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 3.3.2023 19:04
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn