Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtal: Keflavík-Höttur 71-62 | Keflavík lengdi taphrinu Hattar
Keflavík og Höttur mættust fyrr í kvöld í níundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Höttur byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta 8-19 en Keflavík náði yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og var yfir 29-27 í hálfleik. Hattarmenn gáfust ekki upp og náðu að halda sér í leiknum fram í seinni hluta fjórða leikhluta en Keflavík vann að lokum níu stiga sigur 71-62.

Segir dauðann vera „náttúrulegan hluta af lífinu“ eftir andlát verkamanns
Nasser Al Khater, framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í Katar, hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu hópum sem berjast fyrir mannréttindum fyrir ummæli sín um filippeyskan verkamann sem lét lífið í vinnuslysi eftir að HM hófst.

Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 76-77 | Haukar höfðu betur í háspennutrylli
Haukar unnu dramatískan eins stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem sigurkarfan var skoruð þegar fimm sekúndur voru til leiksloka.

Aron skoraði fjögur í tapi gegn sínum gömlu félögum
Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg þurftu að sætta sig við sex marka tap er liðið heimsótti fyrrum félag Arons, Barcelona, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 32-26.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Valur 77-83 | Valsmenn kláruðu naglbítinn á seiglunni
ÍR-ingar tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR búnir að tengja saman tvo sigra í röð, en Valsmenn fengu skell í síðustu umferð þegar þeir töpuðu með 25 stigum gegn Keflavík.

„Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“
Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik.

Sveindís skoraði og lagði upp í sigri Wolfsburg
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir átti frábæra innkomu fyrir Wolfsburg er liðið vann 4-2 sigur gegn Roma í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Tólf íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach
Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann öruggan sex marka sigur er liðið heimsótti Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-37. Hvorki fleiri né færri en tólf íslensk mörk litu dagsins ljós í leiknum.

Öruggur Meistaradeildarsigur Bjarka og félaga
Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 32-22.

Ljósleiðaradeildin í beinni: Barist á báðum endum töflunnar
Elleftu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lýkur í kvöld með þremur leikjum í beinni útsendingu hér á Vísi. Búast má við spennandi kvöldi, enda er barist á báðum endum töflunnar.

Englendingar endurheimta Sterling fyrir leikinn gegn Frökkum
Enski vængmaðurinn Raheem Sterling mun snúa aftur til Katar fyrir leik enska landsliðsins gegn því franska í átta liða úrslitum HM sem fram fer á laugardaginn.

Eftirmaður Enriques fundinn
Spánverjar voru ekki lengi að finna eftirmann Luis Enrique sem er hættur sem þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta.

Southgate fékk Íslandsóvin til að skemmta enska landsliðinu
Gareth Southgate fékk sjálfan Robbie Williams til að koma enska landsliðinu í gírinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á HM í Katar.

Albert byrjaði er Gilardino byrjaði á sigri
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem sigraði Sudtirol, 2-0, í ítölsku B-deildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Genoa eftir að liðið skipti um þjálfara.

Katar fær að halda enn eitt heimsmeistaramótið árið 2025
Katarbúar hafa verið duglegir að halda heimsmeistaramót síðustu ár og þeir eru ekki hættir því alþjóðasambönd halda áfram að hunsa mannréttindabrot Katarbúa.

Vilja halda Southgate sama hvernig fer gegn Frökkum
Enska knattspyrnusambandið vill halda Gareth Southgate í starfi landsliðsþjálfara Englands sama hvernig leikurinn gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á HM fer.

Konungsfjölskyldan í Katar hefur ekki áhuga á að kaupa Liverpool
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er til sölu og erlendir fjölmiðlar hafa skrifað um áhuga ríku olíukónganna á Arabíuskaganum á félaginu.

Kyrie Irving spilaði í Nike skóm en límdi yfir Nike merkið
NBA körfuboltastjarnan Kyrie Irving missti Nike samninginn sinn á dögunum eins og frægt vegna stuðnings síns við gyðingahatursboðskap.

Van Gaal gerði stjörnuna vandræðalega: „Núna kyssumst við á munninn“
Louis van Gaal gefur lítið fyrir gagnrýni Ángels Di María sem var rifjuð upp fyrir honum á blaðamannafundi fyrir leik Hollands og Argentínu í dag.

Fengu UFC bardagastjörnurnar til að velja á milli fótboltakappa
Hvor þeirra er betri? Fótboltaáhugafólk er oft fengið til að velja á milli tveggja öflugra fótboltamanna en hvað finnst bardagaköppum í UFC?

Gömul NBA stjarna handtekin fyrir að reyna að stinga fólk af handahófi
Gamli NBA leikmaðurinn Ben Gordon glímir við mikil vandamál þessa dagana og hvað eftir annað þarf lögreglan að hafa afskipti af honum.

Slæm staða KR og Þórs: Fjórtán síðustu lið hafa fallið eftir svona slaka byrjun
KR og Þór Þorlákshöfn hafa unnið alla Íslandsmeistaratitla frá árinu 2014 nema einn. Nú sitja þau hins vegar hlið við hlið í fallsæti og saga liða í þeirra stöðu er ekki falleg.

Neita því að Ronaldo hafi hótað því að hætta á HM
Cristiano Ronaldo fékk blauta tusku í andlitið þegar hann var settur á bekkinn fyrir leik Portúgal í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar.

Enrique hættir með Spánverja
Luis Enrique hefur sagt af sér sem þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta eftir slakan árangur liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Katar.

Meistaraleg tækling Glódísar Perlu í Meistaradeildinni vekur mikla athygli
Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í Bayern München unnu glæsilegan sigur á Barcelona í Meistaradeildinni í gær.

Seinni bylgjan telur Hörð ekki eiga möguleika: „Það er ekkert hjarta í þessu liði“
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru sammála um að lið Harðar muni falla úr Olís deild karla þó enn sé síðari hluti tímabilsins eftir. Farið var yfir slakan varnarleik liðsins í síðasta þætti Seinni bylgjunnar.

Mbappé misbýður bjórinn og neitar að auglýsa Budweiser
Kylian Mbappé hefur vísvitandi neitað að auglýsa bandaríska bjórframleiðandann Budweiser í kringum heimsmeistaramótið í Katar. Hann neitar að auglýsa heilsuspillandi vörur.

Ótrúlegt mark Ómars vekur athygli
Ómar Ingi Magnússon er í hörkuformi fyrir komandi heimsmeistaramót þar sem Ísland hefur leik eftir rúman mánuð. Glæsimark hans í Meistaradeildinni í gærkvöld hefur vakið athygli.

BKG sér rómantíkina í lyftingunum
Besti CrossFit maður Íslands sér það fallega við ólympískar lyftingar sem hann stundar af kappi með öðrum æfingum þegar hann undirbýr sig fyrir komandi CrossFit tímabil.

„Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“
Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi.

Sterling vill snúa aftur til Katar
Raheem Sterling leitast nú eftir að koma til móts við enska landsliðshópinn á ný eftir að hafa flogið heim til Englands vegna fjölskyldukrísu á sunnudaginn var.

Boufal og Bono í uppáhaldi og segir stemmninguna í Marokkó glæsilega
Mía Georgsdóttir, formaður félags kvenna frá Marokkó, fylgdist spennt með þegar Marokkóar sigruðu Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-1, í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Með sigrinum komst Marokkó í átta liða úrslit HM í fyrsta sinn. Mía segir gleðina í Marokkó ósvikna um þessar mundir.

FIFA „harmi slegið“ vegna andláts verkamanns
Filippeyskur verkamaður lést í vinnuslysi eftir að HM í Katar hófst, í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu. Talsmenn Alþjóðaknattspyrnusambansins kveðast miður sín vegna atviksins, sem verði rannsakað nánar.

Systir Ronaldos grátbiður hann að hætta í landsliðinu
Systir Cristianos Ronaldo hefur grátbeðið hann um að hætta í portúgalska landsliðinu.

Dagskráin í dag: FA bikarinn, körfubolti og golf
Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld.

Dagný Lísa handleggsbrotin: „Það er ákveðinn skellur“
Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var svekkt með tapið gegn Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld en stolt samt sem áður af sínu liði enda tveir erlendir leikmenn liðsins fárveikur og þá handleggsbrotnaði Dagný Lísa Davíðsdóttir í leiknum.

Veðjaði á sjálfan sig og fékk tuttugu milljarða betri samning ári síðar
Hafnaboltamaðurinn Aaron Judge spilar áfram í New York næstu árin eftir að hann gekk frá nýjum risasamningi við lið New York Yankees.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fjölnir 92-77 | Haukar ekki í neinum vandræðum
Haukar unnu flottan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld; 92-77 voru lokatölurnar í Ólafssal. Sigurinn þýðir að Haukar halda í við topplið Keflavíkur

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 20-20 | Jafntefli í háspennuleik
Íslandsmeistarar Fram urðu fyrsta liðið til að taka stig af Val í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Stigið er þó súrsætt þar sem Fram var með unninn leik í höndunum þegar örfáar sekúndur voru eftir.

Keflavík áfram á toppnum og Njarðvík valtaði yfir Breiðablik
Keflavík vann 12 stiga sigur á ÍR þegar liðin mættust í Breiðholti í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 63-75. Þá vann Njarðvík stórsigur á Breiðabliki, lokatölur í Kópavogi 76-100.

Glódís Perla og stöllur hennar í Bayern fyrstar til að leggja Barcelona að velli
Bayern München gerði sér lítið fyrir og vann magnaðan 3-1 sigur á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Um er að ræða fyrsta tap Barcelona á leiktíðinni, í öllum keppnum. Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern að venju.

Ágúst: Byrjuðum eins og við værum að hugsa um næsta leik á Spáni
Fram og Valur skildu jöfn í háspennuleik 20-20. Þetta var fyrsti leikurinn sem Valur tapar stigi og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð brattur eftir leik.

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir allt í öllu hjá Magdeburg
Íslenska tvíeykið var einfaldlega óstöðvandi þegar Magdeburg lagði Danmerkurmeistara GOG í Meistaradeild Evrópu í handbolta með tveggja marka mun, 36-43. Samtals skoruðu Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson 19 mörk og gáfu 7 stoðsendingar.

María lék allan leikinn í öruggum sigri Man United
Manchester United vann öruggan 4-1 sigur á Everton í enska deildarbikarnum í fótbolta í kvöld. María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Man United. Þá vann Manchester City 2-0 útisigur á Liverpool.

Brassar líklegastir til að vinna HM
Tölfræðiveitan Gracenote hefur haldið utan um líklegasta sigurvegarann frá því ljóst var hvaða þjóðir myndu keppa á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Þegar komið er að átta liða úrslitum keppninnar er Brasilía sú þjóð sem er talin líklegust til afreka.