Handbolti

Aron skoraði fjögur í tapi gegn sínum gömlu félögum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Pálmarsson og félagar eru nú án sigurs í seinustu fimm leikjum sínum í Meistaradeildinni.
Aron Pálmarsson og félagar eru nú án sigurs í seinustu fimm leikjum sínum í Meistaradeildinni. Frank Molter/picture alliance via Getty Image

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg þurftu að sætta sig við sex marka tap er liðið heimsótti fyrrum félag Arons, Barcelona, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 32-26.

Gengi Álaborgar í Meistaradeildinni hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og liðið var án sigurs í seinustu fjórum leikjum fyrir leik kvöldsins. Þar af hafði Álaborg tapað þremur og gert eitt jafntefli.

Ekki batnaði staða Arons og félaga í erfiðum B-riðli er liðið heimsótti topplið Barcelona. Eftir að hafa leitt með einu marki í hálfleik þurfti liðið að sætta sig við sex marka tap, 32-26.

Aron skoraði fjögur mörk fyrir Álaborg sem situr nú í fimmta sæti riðilsins með sjö stig eftir níu leiki, tíu stigum á eftir Barcelona sem trónir á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×