Körfubolti

Kyrie Irving spilaði í Nike skóm en límdi yfir Nike merkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kyrie Irving er frábær körfuboltamaður, á því leikur enginn vafi.
Kyrie Irving er frábær körfuboltamaður, á því leikur enginn vafi. AP/Julia Nikhinson

NBA körfuboltastjarnan Kyrie Irving missti Nike samninginn sinn á dögunum eins og frægt vegna stuðnings síns við gyðingahatursboðskap.

Irving tapaði gríðarlega miklum peningum á því og auk þess þá þarf hann mögulega að finna sér aðra skó til að spila í.

Hann er kominn aftur inn á völlinn eftir að hafa fengið bann hjá sínu eigin félagi.

Margir hafa beðið eftir því hvað Kyrie gerir nú í skómálum nú þegar hann fær ekki lengur peninga eða ókeypis skó frá Nike.

Irving heldur tryggð við Nike Kyrie 3 skóna sína í bili og spilaði í þeim í nótt en með einni undantekningu þó.

Irving límdi nefnilega yfir Nike merkið og skrifaði sjálfur skilaboð á límbandið.

Þar stóð: Ég er frjáls, þökk sé guði þá er ég það

Kyrie Irving átti mjög flottan leik í 122-116 sigri Brooklyn Nets á Charlotte Hornets í nótt og var með 33 stig, 9 stoðsendingar og 4 varin skot í leiknum.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×