Fleiri fréttir

Umfjöllun: ÍBV - KA 34-30 | Annar sigur Eyjamanna í röð
ÍBV fylgdi síðasta sigri eftir með því að vinna KA nokkuð sannfærandi 34-30. Góður kafli Eyjamanna í fyrri hálfleik lagði grunninn að sterkum sigri. Umfjöllun væntanleg.

Sex íslensk mörk dugðu ekki til gegn Kiel
Íslendingalið Gummersbach mátti þola þriggja marka tap er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 31-28.

Marokkó galopnaði F-riðilinn með sigri gegn Belgum
Marokkó vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið mætti Belgíu í F-riðli heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar. Með sigrinum stökk marokkóska liðið á topp riðilsins.

Bein útsending: Íslandsmótið í Fischer-slembiskák
Íslandsmótið í Fischer-slembiskák fer fram í Center Hotels við Ingólfstorg um helgina. Þar keppa tíu sterkustu skákmenn landsins og mætast allir innbyrðis.

Sveindís og stöllur styrktu stöðu sína á toppnum með stórsigri
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu öruggan sigur er liðið heimsótti Köln í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 0-4 og Wolfsburg er nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.

Þórir og félagar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og félagar hans í Oviedo unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tóka á móti Leyma Coruna í áttundu umferð spænsku B-deildarinnar í körfubolta í dag, 93-83.

Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“
Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“

Eitt skot á mark og Kosta Ríka heldur sér á lífi
Kosta Ríka vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur er liðið mætti Japan á HM í Katar í dag. Keysher Fuller skoraði eina mark leiksins með fyrsta skoti Kosta Ríka á markið í keppninni.

Aðstoðarþjálfarinn fær traustið og tekur við Bournemouth
Gary O'Neil hefur samið við Bournemouth um að taka við sem aðalþjálfari liðsins í ensku úrvalsdeildinni til ársins 2024.

Tvöfaldur framúrakstur Hamilton valinn tilþrif tímabilsins
Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann ekki eina einustu keppni á tímabilinu í Formúlu 1 í fyrsta skipti á ferlinum á nýafstöðnu tímabili. Hann getur þó mögulega huggað sig að einhverju leyti við það að tvöfaldur framúrakstur hans á heimavelli var valinn sem tilþrif tímabilsins.

LeBron dró vagninn og Lakers vann annan leikinn í röð
Eftir erfitt gengi í upphafi tímabils vann Los Angeles Lakers sinn annan leik í röð er liðið haimsótti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 138-143, en það var hinn 37 ára gamli LeBron James sem fór fyrir liði Lakers.

Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim
Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag.

Íhugaði að hætta eftir fyrsta leik á HM en mamma talaði hann af því
Hinn 26 ára Lucas Hernández, leikmaður Bayern München og franska landsliðsins, íhugaði að binda enda á knattspyrnuferil sinn eftir að hafa slitið krossband í fyrsta leik franska landsliðsins á HM í Katar.

Dagskráin í dag: Eitthvað fyrir alla
Það er í raun lygileg dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Alls eru 15 beinar útsendingar á dagskrá. Við bjóðum upp á golf, fótbolta, handbolta, körfubolta, rafíþróttir og NFL.

Stuðningsmaður Wales lést í Katar
Velska knattspyrnusambandið hefur staðfest að einn stuðningsmaður velska landsliðsins hafi látist í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer nú fram. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

KR-ingar ráða norskan aðstoðarþjálfara
Knattspyrnudeild KR hefur samið við Norðmanninn Ole Martin Nesselquist og mun hann gegna stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu.

Strákarnir okkar hita upp fyrir HM gegn Þjóðverjum
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun mæta Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í tveimur æfingaleikjum áður en heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi hefst þann 11. janúar.

Nökkvi skaut Beerschot á toppinn
Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmark Beerschot er liðið vann 2-1 sigur gegn Anderlecht U23 í belgísku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigurinn skaut Nökkva og félögum á topp deildarinnar.

Argentínumenn héldu vonum sínum á lífi
Eftir óvænt tap gegn Sádí-Arabíu í fyrsta leik þurfu Lionel Messi og félagar hans í argentínska landsliðinu sárlega á sigri að halda gegn Mexíkó í seinasta leik dagsins á HM í Katar. Messi og Enzo Fernandez sáu um markaskorun Argentínumanna og niðurstaðan 2-0 sigur.

Grátlegt tap Viktors og félaga
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Nantes máttu þola grátlegt tap er liðið heimsótti Toulouse í frönsku úrvalsdeildinn í handbolta í kvöld, 32-31.

Ólafur hafði betur í Íslendingaslag | Daníel og félagar juku forskotið
Ólafur Guðmundsson og félagar hans í Zürich unnu sterkan tveggja marka sigur er liðið tók á móti svissnesku meisturunum í Íslendingaliði Kadetten Schaffhausen í kvöld, 31-29. Þá eru Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten nú með sex stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar eftir sex marka sigur gegn Konstanz, 36-30.

Hjörtur og félagar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik
Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa unnu öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti Ternana í ítölsku B-deildinni í fótbolta í kvöld þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

„Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann“
Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var gríðarlega ánægður og stoltur af sínu liði eftir sigur gegn HK í fallbaráttuslag í Olís-deild kvenna í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum
Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-34 | Haukum tókst ekki að stöðva Valslestina
Valskonur eru enn með fullt hús stiga á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta eftir að liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Haukum í dag, 26-34.

Heimsmeistararnir fyrstir til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum
Ríkjandi heimsmeistarar Frakklands urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar er liðið vann 2-1 sigur gegn Dönum.

Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram
ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins.

Sigurður: Extra sætt að vinna á Akureyri
ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Eyjakonur voru með yfirhöndina framan af en norðankonur komu vel inn í seinni hálfleik og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútu leiksins.

Guðný lagði upp í stórsigri í Íslendingaslag
Guðný Árnadóttir og stöllur hennar í AC Milan unnu sannkallaðan stórsigur er liðið heimsótti Alexöndru Jóhannsdóttur og liðsfélaga hennar í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-6 og Guðný átti sinn þátt í fyrsta marki gestanna.

Körfuboltakvöld ekki sammála Viðari Erni: „Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra“
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ósáttur með ritaraborðið í leik Vals og sinna manna í Subway deild karla. Körfuboltakvöld fór yfir síðustu mínútu leiksins til að komast að því hvort Viðar Örn hefði eitthvað fyrir sér.

Loksins skoraði Lewandowski á HM og Pólverjar upp í efsta sæti
Pólverjar unnu mikilvægan 2-0 sigur er liðið mætti Sádí-Arabíu í C-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Sigurinn lyftir Pólverjum upp í efsta sæti riðilsins og setur bæði Mexíkó og Argentínu í erfiða stöðu fyrir seinni leik riðilsins í dag.

Guðmundur Ágúst úr leik
Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er úr leik á Joburg Open-mótinu í golfi sem nú fer fram í Suður-Afríku. Slæmur fyrsti hringur kostaði Guðmund Ágúst en þó hann hafi leikið betur á öðrum hring þá komst hann ekki í gegnum niðurskurð.

Fiskaði víti og kallaður snillingur
Meðlimur nefndar sem greinir alla leiki á HM í Katar fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hrósar Cristiano Ronaldo og segir portúgalska framherjann með snilligáfu. Ástæðan er hvernig Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í 3-2 sigir Portúgals á Gana.

Ástralía lætur sig dreyma eftir sigur á Túnis
Ástralía vann 1-0 sigur á Túnis í fyrsta leik dagsins á HM í Katar. Sigurinn þýðir að Ástralía á enn möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

Felix vill yfirgefa Madríd
Portúgalski landsliðsmaðurinn João Félix hefur fengið nóg af bekkjarsetunni hjá Atlético Madríd og vill yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Körfuboltakvöld um andlausa frammistöðu KR: „Þetta er ekki boðlegt“
KR hefur byrjað tímabilið í Subway deild karla hræðilega og tapaði liðið enn einum leiknum á föstudagskvöld, að þessu sinni gegn Keflavík. Ekki nóg með að tapa leik eftir leik heldur virðist sem mörgum leikmönnum liðsins sé alveg sama. Körfuboltakvöld fór yfir síðasta leik KR og lét leikmenn liðsins einfaldlega heyra það.

Southgate hrósaði hugarfarinu og segir liðið í góðri stöðu
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, talaði lið sitt upp eftir frekar dapra frammistöðu í markalausu jafntefli liðsins gegn Bandaríkjunum á HM í Katar. Southgate var sérstaklega sáttur með varnarleik sinna manna.

Boston besta liðið um þessar mundir | LeBron sneri aftur
Gott gengi Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta hélt áfram í nótt þegar liðið lagði Sacramento Kings að velli. LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers sem vann einnig öruggan sigur.

„Vonandi að Rúnar fái bara að halda áfram með okkur á næsta ári“
Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson segir mikinn mun á félagsliði hans, Leipzig, eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við liðinu.

„Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“
Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins.

Dagskráin í dag: FA-bikarinn, Olís-deildin, golf, NBA og undanúrslit á Blast
Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á ellefu beinar útsendingar úr hinum ýmsu íþróttagreinum og því ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Stjarnan leikur framvegis í Umhyggjuhöllinni og styður við bakið á langveikum börnum
Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar skrifaði í gær undir samning við E. Sigurðsson ehf. byggingarfélag um að fyrirtækið yrði einn af aðalstyrkaraðilum liðsins. Samhliða því mun fyrirtækið styðja við Umhyggju, félag langveikra barna, og heimavöllur liðsins fékk í kjölfarið nýtt nafn, Umhyggjuhöllin.

Veður sett strik í reikninginn en ólíklegt að Guðmundur komist í gegnum niðurskurðinn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mun að öllum líkindum ekki komast í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi, Joburg Open, sem hófst í gær. Veður hefur sett strik í reikninginn og aðeins um helmingur kylfinga hefur náð að klára hring dagsins.

Ægir og félagar upp um sex sæti með sigri
Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í Alicante stukku upp um sex sæti í spænsku B-deildinni í körfubolta er liðið vann nauman fjögurra stiga sigur gegn Estudiantes í kvöld, 89-85.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 21-33 | Stjarnan fór létt með Íslandsmeistarana
Stjarnan fór létt með Íslandsmeistara Fram í Olís deild kvenna í kvöld en lokatölur í Úlfarsárdal voru 21-33.