Sport

Dagskráin í dag: FA-bikarinn, Olís-deildin, golf, NBA og undanúrslit á Blast

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
HK-ingar heimsækja Selfyssinga í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.
HK-ingar heimsækja Selfyssinga í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á ellefu beinar útsendingar úr hinum ýmsu íþróttagreinum og því ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Stöð 2 Sport

Stöð 2 Sport verður á Selfossi í dag þar sem heimakonur taka á móti HK í Olís-deild kvenna í handbolta klukkan 15:50.

Stöð 2 Sport 2

Við sýnum þrjá leiki í elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarnum, á Stöð 2 Sport 2 í dag. Klukkan 12:35 hefst bein útsending frá viðureign King's Lynn Town og Stevenage áður en Forest Green Rovers tekur á móti Alvechurch klukkan 14:50. Klukkan 16:50 er svo komið að viðureign Dag & Red og Gillingham.

Þá er einnig einn leikur á dagskrá í NBA-deildinni í körfubolta þegar Toronto Raptors og Dallas Mavericks eigast við klukkan 22:00.

Stöð 2 Sport 3

Open de España Femenino á LET-mótaröðinni í golfi heldur áfram klukkan 13:30 og klukkan 16:50 er komið að viðureign Gran Canaria og BAXI Manresa í spænsku ACB-deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 4

Þriðji dagur Joburg Open á Evrópumótaröðinni í golfi hefst klukkan 09:30. Guðmundur Ágúst Kjartansson var meðal keppenda á mótinu, en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær.

Stöð 2 eSport

Undanúrslit haustúrslita Blast-mótaraðarinnar fara fram í dag og við hefjum upphitun klukkan 13:45. Fyrri undanúrslitaviðureignin hefs svo klukkan 14:30 og sú síðari klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×