Veður sett strik í reikninginn en ólíklegt að Guðmundur komist í gegnum niðurskurðinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2022 23:01 Guðmundur Ágúst Kristjánsson er að leika á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi. Luke Walker/Getty Images Guðmundur Ágúst Kristjánsson mun að öllum líkindum ekki komast í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi, Joburg Open, sem hófst í gær. Veður hefur sett strik í reikninginn og aðeins um helmingur kylfinga hefur náð að klára hring dagsins. Guðmundur átti erfitt uppdráttar í gær þar sem hann lék á 77 höggum, eða á sex höggum yfir pari vallarins. Eftir hringinn í gær sat hann í 151. sæti af 156 keppendum. Hann hefur þó verið einn af hástökkvurum dagsins og situr nú í 128. sæti ásamt fimm öðrum kylfingum. Þegar þetta er ritað hefur Guðmundur leikið 13 holur af 18 á tveimur höggum undir pari og er því samtals á fjórum höggum yfir pari. Veður hefur þó sett strik í reikninginn og Guðmundur, líkt og margir aðrir kylfingar, hefur ekki náð að klára hringinn. Þrátt fyrir að enn sé möguleiki á því að Guðmundur nái niðurskurðinum eftir hringinn verður það að teljast ólíklegt þar sem nýjustu upplýsingar spá því að aðeins kylfingar sem hafa leikið á einu höggi undir pari og betra muni komast í gegn. Guðmundur þarf því að ná í fugl á öllum fimm holunum sem hann á eftir til að ná niðurskurðinum. #JoburgOpen Updates: Play has been suspended due to a thunderstorm, we will update you soon as we get updates #JoburgOpen2022 pic.twitter.com/rklGUcJKBd— Joburg Open (@JoburgOpen_) November 25, 2022 Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Guðmundur átti erfitt uppdráttar í gær þar sem hann lék á 77 höggum, eða á sex höggum yfir pari vallarins. Eftir hringinn í gær sat hann í 151. sæti af 156 keppendum. Hann hefur þó verið einn af hástökkvurum dagsins og situr nú í 128. sæti ásamt fimm öðrum kylfingum. Þegar þetta er ritað hefur Guðmundur leikið 13 holur af 18 á tveimur höggum undir pari og er því samtals á fjórum höggum yfir pari. Veður hefur þó sett strik í reikninginn og Guðmundur, líkt og margir aðrir kylfingar, hefur ekki náð að klára hringinn. Þrátt fyrir að enn sé möguleiki á því að Guðmundur nái niðurskurðinum eftir hringinn verður það að teljast ólíklegt þar sem nýjustu upplýsingar spá því að aðeins kylfingar sem hafa leikið á einu höggi undir pari og betra muni komast í gegn. Guðmundur þarf því að ná í fugl á öllum fimm holunum sem hann á eftir til að ná niðurskurðinum. #JoburgOpen Updates: Play has been suspended due to a thunderstorm, we will update you soon as we get updates #JoburgOpen2022 pic.twitter.com/rklGUcJKBd— Joburg Open (@JoburgOpen_) November 25, 2022
Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira