Stjarnan leikur framvegis í Umhyggjuhöllinni og styður við bakið á langveikum börnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2022 23:30 Frá undirritun samningsins. Stjarnan Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar skrifaði í gær undir samning við E. Sigurðsson ehf. byggingarfélag um að fyrirtækið yrði einn af aðalstyrkaraðilum liðsins. Samhliða því mun fyrirtækið styðja við Umhyggju, félag langveikra barna, og heimavöllur liðsins fékk í kjölfarið nýtt nafn, Umhyggjuhöllin. Ásamt því að verða einn af aðalstyrkaraðilum Stjörnunnar mun E. Sigurðsson ehf. styðja við Umhyggju með margvíslegum hætti í tengslum við samninginn. Liður í því er meðal annars að gefa heimvelli Stjörnunnar, íþróttahúsinu við Ásgarð, nafnið Umhyggjuhöllin félaginu til heiðurs. Á komandi leiktíð munu Stjarnan, E. Sigurðsson ehf. og Umhyggja sameina krafta sína og standa fyrir skemmtilegum viðburðum og fjáröflunum. Umhyggju verður jafnframt úthlutað glerstúka á vellinum til einkanota fyrir félagsmenn sína. Í fréttatilkynningu Stjörnunar og E. Sigurðssonar ehf. kemur fram að starf Stjörnunnar sé algjörlega ómetanlegt á sviði forvarna og uppeldis ungra Garðbæinga við holla og uppbyggjandi íþróttaiðkun. Jafnframt vinni aðdáunarvert starf við að styðja við langveik börn og aðstandendur þeirra með skilvirkum og fjölbreyttum hætti þegar á reynir og að félagið eigi stallinn svo sannarlega skilið. „Við erum stolt af því að styðja við bakið á frábæru starfi innan körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og á sama tíma nýtum við tækifærið og veitum Umhyggju aukin sýnileika í gegnum þennan frábæra vettvang. Okkur þykir brýnt í starfsemi okkar að huga að samfélagslegri ábyrgð. Við vonumst einnig til að þessi einstaki og skemmtilegi samningur verði fordæmisgefandi fyrir önnur fyrirtæki,“ sagði Eyjólfur Fannar Eyjólfsson, framkvæmdastjóri E. Sigurðsson ehf við undirritun samningsins. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir deildina að koma að þessu einstaka verkefni með E. Sigurðsson ehf og Umhyggju. Félagið stendur okkur í Stjörnunni nærri þar sem dóttir sjúkraþjálfara mfl karla hefur notið stuðnings eins af aðildarfélögum í sinni baráttu. Samstarfið gengur út á gera starfsemi Umhyggju, sem er að vinna ómetanlegt starf í þágu langveikra barna, sýnilegri og ekki skemmir fyrir að geta boðið skjólstæðingum félagsins uppá stúku til eigin afnota þar sem ekki geta allir mætt á leiki og sest á áhorfendabekkina með okkur hinum,“ bætti Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar við. Stjarnan lék sinn fyrsta heimaleik í Umhyggjuhöllinni í Subway-deild karla í gær er liðið tók á móti Grindavík í kjölfar undirritunar samningsins. Í tilefni af tímamótunum ákvað E. Sigurðsson ehf. að heita þúsund krónum af hverju skoruðu stigi Stjörnumanna í leiknum til styrktar Umhyggju. Skemmst er frá því að segja að Stjarnan vann stórsigur í leiknum, 94-65, og því renna 94 þúsund krónur til Umhyggju eftir leikinn. Stjarnan Subway-deild karla Stjarnan Garðabær Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Ásamt því að verða einn af aðalstyrkaraðilum Stjörnunnar mun E. Sigurðsson ehf. styðja við Umhyggju með margvíslegum hætti í tengslum við samninginn. Liður í því er meðal annars að gefa heimvelli Stjörnunnar, íþróttahúsinu við Ásgarð, nafnið Umhyggjuhöllin félaginu til heiðurs. Á komandi leiktíð munu Stjarnan, E. Sigurðsson ehf. og Umhyggja sameina krafta sína og standa fyrir skemmtilegum viðburðum og fjáröflunum. Umhyggju verður jafnframt úthlutað glerstúka á vellinum til einkanota fyrir félagsmenn sína. Í fréttatilkynningu Stjörnunar og E. Sigurðssonar ehf. kemur fram að starf Stjörnunnar sé algjörlega ómetanlegt á sviði forvarna og uppeldis ungra Garðbæinga við holla og uppbyggjandi íþróttaiðkun. Jafnframt vinni aðdáunarvert starf við að styðja við langveik börn og aðstandendur þeirra með skilvirkum og fjölbreyttum hætti þegar á reynir og að félagið eigi stallinn svo sannarlega skilið. „Við erum stolt af því að styðja við bakið á frábæru starfi innan körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og á sama tíma nýtum við tækifærið og veitum Umhyggju aukin sýnileika í gegnum þennan frábæra vettvang. Okkur þykir brýnt í starfsemi okkar að huga að samfélagslegri ábyrgð. Við vonumst einnig til að þessi einstaki og skemmtilegi samningur verði fordæmisgefandi fyrir önnur fyrirtæki,“ sagði Eyjólfur Fannar Eyjólfsson, framkvæmdastjóri E. Sigurðsson ehf við undirritun samningsins. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir deildina að koma að þessu einstaka verkefni með E. Sigurðsson ehf og Umhyggju. Félagið stendur okkur í Stjörnunni nærri þar sem dóttir sjúkraþjálfara mfl karla hefur notið stuðnings eins af aðildarfélögum í sinni baráttu. Samstarfið gengur út á gera starfsemi Umhyggju, sem er að vinna ómetanlegt starf í þágu langveikra barna, sýnilegri og ekki skemmir fyrir að geta boðið skjólstæðingum félagsins uppá stúku til eigin afnota þar sem ekki geta allir mætt á leiki og sest á áhorfendabekkina með okkur hinum,“ bætti Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar við. Stjarnan lék sinn fyrsta heimaleik í Umhyggjuhöllinni í Subway-deild karla í gær er liðið tók á móti Grindavík í kjölfar undirritunar samningsins. Í tilefni af tímamótunum ákvað E. Sigurðsson ehf. að heita þúsund krónum af hverju skoruðu stigi Stjörnumanna í leiknum til styrktar Umhyggju. Skemmst er frá því að segja að Stjarnan vann stórsigur í leiknum, 94-65, og því renna 94 þúsund krónur til Umhyggju eftir leikinn. Stjarnan
Subway-deild karla Stjarnan Garðabær Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira