Handbolti

„Vonandi að Rúnar fái bara að halda áfram með okkur á næsta ári“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gengi Leipzig hefur snúist við eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við félaginu.
Gengi Leipzig hefur snúist við eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við félaginu. Getty/Leipzig

Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson segir mikinn mun á félagsliði hans, Leipzig, eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við liðinu.

Viggó samdi við Laipzig í sumar og hafði félagið háleit markmið fyrir leiktíðina. Það fjaraði hins vegar hratt undan því þar sem liðið vann einungsi tvo af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Viggó segir ástandið hafa verið orðið býsna súrt.

„Það voru farnar að heyrast kannski svona óeðlilegar raddir í klefanum og í kringum liðið og svona hvort þetta væri ekki komið gott. Hann er búinn að vera mjög lengi hjá klúbbnum, búinn að vera aðalþjálfari í fimm ár og aðstoðarþjálfari einhver fimm ár þar á undan,“ sagði Viggó um ástandið hjá Leipzig áður en Rúnar tók við liðinu.

„En auðvitað er aldrei gaman þegar einhver missir vinnuna sína, en eftir á að hyggja þá var þetta bara nauðsynlegt.“

Eftir þetta urðu þjálfaraskipti og Rúnar Sigtryggsson yfirgaf Hauka hér heima til að taka við Leipzig. Síðan þá hefur gengi liðsins umturnast og það unni alla fjóra leiki sína undir hans stjórn og þrefaldað stigafjölda sinn í deildinni.

„Rúnar kom bara með ferska mynd inn í þetta og liðið tók bara mjög vel í það. Það hefur eiginlega gengið framar vonum í seinustu leikjum. Auðvitað snérist þetta um að safna bara sem flestum punktum strax og hingað til hefur það gengið frábærlega.“

„Ég spila með Andra syni hans í Stuttgart í fyrra þannig ég hafði talað nokkrum sinnum við hann. Rúnar var með gott orð á sér þegar hann var hérna með Aue sem er næsti bær við Leipzig þannig þeir hjá klúbbnum þekktu hann og vita fyrir hvað hann stendur. Hann hefur svo sannarlega sýnt það núna í fyrstu leikjunum og náð að snúa okkar gengi alfarið við. Þannig að vonandi að Rúnar fái bara að halda áfram með okkur á næsta ári, það væri skemmtilegt,“ sagði Viggó að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.