Fleiri fréttir

Flest niðrandi ummæli um leikmenn Manchester United

Einu sinni á hverjum fjórum mínútum eru niðrandi ummæli um leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu birt á Twitter, en það eru leikmenn Manchester United sem fá verstu útreiðina.

Pólskur miðill: Verður þetta Stjarnan taka tvö?

Pólski fótboltamiðillinn Gol24 kynnti Víkinga til leiks á vef sínum í dag er hitað var upp fyrir viðureign Víkings við Lech Poznan í Sambandsdeildinni. Fyrri leikur liðanna fer fram á fimmtudagskvöldið í Víkinni.

Özil kemur ekki í Kópavoginn

Fyrrum heimsmeistarinn Mesut Özil mætir ekki með Istanbul Basaksehir til Íslands. Hann glímir við meiðsli.

Endurmeta hvort áfram verði kropið á hné

Fyrirliðar félaga í ensku úrvalsdeildinni hafa fundað um hvaða aðferðir séu best til fallnar að berjast gegn kynþáttahatri á komandi leiktíð. Ekki hefur náðst niðurstaða í málið.

Mögulegt að Víkingur mæti Malmö aftur

Vinni Víkingur einvígi sitt við Lech Poznan frá Póllandi í Sambandsdeild Evrópu er mögulegt að liðið mæti Malmö frá Svíþjóð á ný. Malmö sló Víking út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði.

United vill fá Huddlestone

Manchester United er við það að fá miðjumanninn Tom Huddlestone í sínar raðir. Hann mun spila með U21 árs liði félagsins að vera í þjálfarateymi þess að auki.

Fín veiði við Ölfusárós

Við Ölfusásós hefur verið fín veiði og þá sérstaklega vestanmegin á svæðinu sem er venjulega kennt við Hraun í Ölfusi.

Tryggðu sig inn í milliriðil með risasigri

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri tryggði sér sæti í milliriðli á HM í Norður-Makedóníu með risasigri á Alsír í dag, 18-42.

Stóra Laxá að ná 400 löxum

Veiðin í Stóru Laxá hefur verið framar öllum vonum í sumar en áin hefur verið að gefa fína veiði frá fyrsta degi.

Segjast hafa fundið út hvað sé í vatninu á Íslandi

Oft hefur fólk í CrossFit heiminum velt því fyrir sér hvað sé eiginlega í vatninu á Íslandi því hvernig gæti svona lítil þjóð annars skilað frá sér öllu þessu frábæra heimsklassa fólki inn í CrossFit íþróttina. Nú segist fólkið á Morning Chalk Up hafa fundið svarið.

Þýska blaðið Bild: Nýtt Wembley svindl

1966 vann karlalandslið Englands Þýskalands í úrslitaleik HM á Wembley. 2022 vann kvennalandslið Englands Þýskaland í úrslitaleik EM á Wembley. Þjóðverjum þykir á sér brotið í báðum þessum leikjum.

Leik lokið: Breiðablik-ÍA 3-1 | Blikar komu til baka gegn Skagamönnum

Breiðablik bar sigurorð af ÍA með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í 15. umferðar í Bestu deild karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Skagamenn komust yfir í leiknum en þrjú mörk Blika á níu mínútna kafla tryggðu heimamönnum sigur og níu stiga forystu á toppi deildarinnar.

Luke Donald verður fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum

Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum í golfi eftir að Svíinn Henrik Stenson missti stöðuna í kjölfar þess að hafa gengið til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina.

Átján ára heimastrákur vann Einvígið á Nesinu

Bjarni Þór Lúðvíksson hélt upp á átján ára afmælið sitt fyrir nokkrum dögum og fylgdi því eftir með því að vinna Einvígið á Nesinu í dag en þetta góðgerðamót fer alltaf fram á Frídegi Verslunarmanna.

Daníel lék allan leikinn í tapi

Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Slask Wroclaw er liðið mátti þola 3-1 tap gegn Korona Kielce í pólska fótboltanum í kvöld.

Atromitos staðfestir komu Viðars

Gríska úrvalsdeildarfélagið Atromitos FC staðfesti fyrr í dag komu framherjans Viðars Arnar Kjartanssonar til félagsins, en Selfyssingurinn hafði verið án félags í tæpan mánuð frá því að hann yfirgaf Vålerenga í Noregi.

Sjá næstu 50 fréttir