Handbolti

Tryggðu sig inn í milliriðil með risasigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku unglingalandsliðskonurnar Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir.
Íslensku unglingalandsliðskonurnar Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir. HSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri tryggði sér sæti í milliriðli á HM í Norður-Makedóníu með risasigri á Alsír í dag, 18-42.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var íslenska liðið með gríðarlega mikla yfirburði í leiknum í dag. Ísland byrjaði af fítonskrafti og komst í 13-1. Í hálfleik munaði fimmtán mörkum á liðunum, 23-8.

Bilið breikkaði enn frekar í seinni hálfleik og þegar lokaflautið gall skildu 24 mörk liðin að, 18-42.

Lilja Ágústsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir voru markahæstar í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Elín Klara Þorkelsdóttir og Hildur Lilja Jónsdóttur gerðu báðar fimm mörk.

Ekki liggur fyrir hvort Ísland endar í 1. eða 2. sæti riðilsins. Það ræðst eftir leik Svartfjallalands og Svíþjóðar síðar í dag. Íslendingar myndu eflaust frekar þiggja sænskan sigur því þá fara þeir með tvö stig inn í milliriðil.

Markaskorarar Íslands: Lilja Ágústsdóttir 6, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 6, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Hildur Lilja Jónsdóttir 5, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Embla Steindórsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Brynja Katrín Benediktsdóttir 3, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Telma Melsted Björgvinsdóttir 2.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.