Golf

Luke Donald verður fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luke Donald mun gegna stöðu fyrirliða Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum.
Luke Donald mun gegna stöðu fyrirliða Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum. Mike Ehrmann/Getty Images

Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum í golfi eftir að Svíinn Henrik Stenson missti stöðuna í kjölfar þess að hafa gengið til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina.

Svíinn missti stöðu sína sem fyrirliði eftir að hafa skrifað undir 40 milljón punda samning við LIV-mótaröðina, aðeins 127 dögum eftir að hann var útnefndur fyrirliði.

Donald, fyrrum efsti maður heimslistans í golfi, mun því freista þess að leiða evrópska liðið til sigurs á ný í Ryder-bikarnum í Róm á næsta ári. Hann hefur sjálfur tekið þátt í mótinu fjórum sinnum og alltaf hefur evrópska liðið unnið með hann innanborðs.

Donald var meðal þeirra sem nefndur var til sögunnar til að taka við fyrirliðastöðunni áður en Stenson var síðan útnefndur fyrirliði. Hann verður fyrsti enski fyrirliði evrópska liðsins síðan Sir Nick Faldo gengdi stöðunni árið 2008, en þá mátti evrópska liðið þola tap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×