Golf

Átján ára heimastrákur vann Einvígið á Nesinu

Hjörtur Leó Guðjónsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa
Bjarni Þór Lúðvíksson bar sigur úr býtum á góðgerðarmótinu Einvígið á Nesinu. Með Bjarna Þór á myndinni eru faðir hans Lúðvík Bergvinsson og amma hans Vilborg Bjarnadóttir.
Bjarni Þór Lúðvíksson bar sigur úr býtum á góðgerðarmótinu Einvígið á Nesinu. Með Bjarna Þór á myndinni eru faðir hans Lúðvík Bergvinsson og amma hans Vilborg Bjarnadóttir. Páll Sævar Guðjónsson

Bjarni Þór Lúðvíksson hélt upp á átján ára afmælið sitt fyrir nokkrum dögum og fylgdi því eftir með því að vinna Einvígið á Nesinu í dag en þetta góðgerðamót fer alltaf fram á Frídegi Verslunarmanna.

Bjarni Þór er líka nýkrýndur klúbbmeistari Nesklúbbsins og var því að keppa á heimavelli sínum í dag.

Bjarni er fyrsti heimamaðurinn til að vinna síðan Oddur Óli Jónasson náði því árið 2016 en þar á undan vann Nökkvi Gunnarsson líka á heimavelli árið 2011.

Bjarni hafði betur í úrslitum á móti Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG. Aron Snær Júlíusson úr GKG, sem vann þetta mót árið 2015, varð þriðji og fjórða varð nýkrýndi Evrópumeistari unglinga, Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR.

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, var að fara fram í 26. sinn en mótið sem haldið er í samstarfi við STEFNI hf., fer fram á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 1. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nesklúbbnum.

Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu stuðningsfélagsins Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu.

Lokastaðan

1. sæti: Bjarni Þór Lúðvíks­son

2. sæti: Gunn­laug­ur Árni Sveins­son

3. sæti:Aron Snær Júlí­us­son

4. sæti: Perla Sól Sig­ur­brands­dótt­ir

5. sæti: Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir

6. sæti: Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir

7. sæti: Hlyn­ur Bergs­son

8. sæti: Birg­ir Leif­ur Hafþórs­son

9. sæti: Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir

10. sæti: Magnús Lárus­son
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.