Í sýni Kiselevs sem var tekið eftir leik CSKA Moskvu og Medvedi Perm í rússnesku úrvalsdeildinni í maí fundust ólögleg efni. Ekki er þó vitað hvaða efni það voru.
Fyrir vikið dæmdi lyfjaeftirlit rússneska íþróttasambandsins Kiselev í þriggja mánaða bann. Það þykir sæta nokkrum tíðinduum því lyfjaeftirlitið í Rússlandi þykir ekki það strangasta á byggðu bóli.
Hinn 27 ára Kiselev hefur leikið með CSKA Moskvu frá því í fyrra. Hann kom til liðsins frá Chekhovskiye Medvedi. Þar áður lék hann með Vardar í Norður-Makedóníu.
Kiselev, sem er örvhent skytta, lék með Rússlandi á HM 2017, 2019 og 2021.