Handbolti

Búin að verja flest víti allra á HM og frábærlega úr dauðafærum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ethel Gyðu Bjarnasen ver eitt af fjölmörgum skotum sínum í mótinu.
Ethel Gyðu Bjarnasen ver eitt af fjölmörgum skotum sínum í mótinu. IHF

Ísland er greinilega búið að eignast nýjan öflugan framtíðarmarkmann í HK-stelpunni Ethel Gyðu Bjarnasen.

Ethel Gyða hefur nefnilega farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum átján ára landsliðsins á HM kvenna í Norður-Makedóníu.

Ethel Gyða tryggði íslenska landsliðinu jafntefli á móti Svartfjallalandi með því að verja vítakast þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum.

Þetta var fjórða vítið sem hún ver í tveimur fyrstu leikjunum og enginn annar markvörður hefur varið fleiri víti.

Jafntefli voru frábær úrslit hjá stelpunum okkar sem eru nú komnar í góða stöðu til að komast upp úr riðlinum og í milliriðil. Liðið vann Svía í fyrsta leik. Lokaleikur riðilsins gegn Alsír fer fram í dag en í gær var kærkominn frídagur hjá liðinu.

Ethel Gyða er að verja betur en flestir úr dauðafærum samkvæmt tölfræði Alþjóða handknattleiksambandsins.

Auk þess að verja flest víti þá hefur hún einnig sex af sjö skotum af línunni (86%) og 2 af 3 skotum úr hraðaupphlaupum (67%). Þá er hún með 60 prósent markvörslu úr hornum (3 af 5). Ethel Gyða er þar með búin að verja 15 af 23 skotum úr dauðafærum á þessu móti til þessa sem gerir 65 prósent markvörslu.

Ethel Gyða hélt upp á sautján ára afmælið sitt á laugardaginn og er næstyngsti leikmaður íslenska hópsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×