Fleiri fréttir

Umfjöllun: Selfoss-ÍBV 0-0 | Markalaust í suðurlandsslagnum

Selfoss tók á móti ÍBV í sannkölluðum suðurlandsslag í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur þar sem að Selfyssingar voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik en ÍBV í þeim síðari. Bæði lið björguðu á línu í markalausu jafntefli í kvöld þar sem að mörg færi litu dagsins ljós.

Samúel Kári skoraði og lagði upp í stórsigri | Hólmbert og Hörður í brekku

Samúel Kári Friðjónsson skoraði annað mark norska liðsins Viking er liðið vann 5-1 stórsigur gegn írska liðinu Sligo Rovers í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Íslendingaliðin Lilleström og Panathinaikos eiga hins vegar erfið verkefni fyrir höndum í seinni leiknum eftir að hafa bæði tapað í kvöld.

NFL áfrýjar umdeildu banni Watsons

NFL ætlar að áfrýja sex leikja banninu sem Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, fékk. Rúmlega þrjátíu konur hafa sakað hann um að brjóta á sér kynferðislega.

Skemmt sushi gæti eyðilagt EM fyrir Antoni

Eftir frábæra frammistöðu á HM fyrr í sumar er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee nú að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sundi sem hefst í Róm eftir viku. Skæð matareitrun hefur hins vegar truflað undirbúning hans.

„Líst eiginlega alltof vel á þetta“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga.

Bestu veiðistaðir Elliðaánna

Veiðin í Elliðaánum hefur gengið vel í sumar og það hafa verið prýðilegar göngur í árnar sem hefur skilað um 500 löxum það sem af er sumri.

Ensku þjóðhetjurnar skora á stjórnvöld

Leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara, Englands, hafa skrifað undir opið bréf til verðandi forsætisráðherra Bretlands þar sem skorað er á hann að veita öllum stúlkum í landinu tækifæri til þess að æfa og spila fótbolta í skólum sínum.

Haukar halda áfram að safna liði

Haukar sem verða nýliðar í Subway deild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili halda áfram að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök. 

Helgi Sigurðsson: Við getum farið allt sem við viljum

Valsmenn unnu góðan 2-0 sigur á FH í Bestu deild karla í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafnaði því að mæta í viðtöl eftir leik af virðingu við leikmenn FH sem hann þjálfaði aðeins fyrir nokkrum vikum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari, var gríðarlega sáttur í leikslok.

Chelsea bauð betur en Man.City í Cucurella

Chelsea hefur komist að samkomulagi við Brighton um kaupverð á Marc Cucurella. Enskir fjölmiðlar segja að Chelsea muni greiða rúmlega 52 milljónir punda fyrir spænska vinstri bakvörðinn.

Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara

Tvær íslenska kraftlyftingakonur, þær Alexandra Rán Guðnýjardóttir og Matthildur Óskarsdóttir, urðu í vikunni Evrópumeistarar í klassískri bekkpressu í sínum þyngdarflokki. 

Íslenska liðið komið í átta liða úrslit

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins sem fram fer í Skopje í Norður-Makedónínu þessa dagana. 

Úrúgvæ vill halda HM hundrað árum seinna

Argentína, Paragvæ, Síle og Úrúgvæ hafa sótt um að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta árið 2030. Þá verða 100 ár frá fyrsta heimsmeistaramótinu í sögunni sem fór fram í Úrúgvæ 1930.

Mark Axels Óskars dugði skammt

Axel Óskar Andrésson skoraði mark Örebro þegar liðið laut í lægra haldi, 2-1, fyrir Brommapojkarna í sænsku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld. 

Alfons og samherjar komnir langleiðina í umspil

Bodø/Glimt vann afar öruggan 5-0 sigur þegar liðið fékk litáíska liðið Zalgiris í heimsókn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. 

Sjá næstu 50 fréttir