Sport

Beint frá öðrum degi heimsleikanna: Nú byrja unglingarnir okkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rökkvi Hrafn Guðnason og Bergrós Björnsdóttir stóðu sig mjög vel í undanúrslitunum og tryggðu sér sæti á heimsleikunum í sínum aldursflokki.
Rökkvi Hrafn Guðnason og Bergrós Björnsdóttir stóðu sig mjög vel í undanúrslitunum og tryggðu sér sæti á heimsleikunum í sínum aldursflokki. Instagram/@agegroupacademy

Heimsleikarnir í CrossFit hófust í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í gær.Þetta eru sextánda heimsmeistarakeppni CrossFit íþróttarinnar og líkt og undanfarin ár þá á Ísland flotta fulltrúa í keppninni.

Keppni hófst í karla- og kvennaflokki í gær sem og í liðakeppni en keppni í unglingaflokki hefst í dag.

Ísland á tvo fulltrúa í unglingakeppninni. Rökkvi Hrafn Guðnason keppir í flokki 16 til 17 ára pilta og Bergrós Björnsdóttir keppir í flokki 14 til 15 ára stelpna.  Rökkvi Hrafn varð í fjórða sæti í þessum flokki þegar hann var á yngra ári í fyrra en Bergrós er að keppa á sínum fyrstu heimsleikum.

Keppnin hjá unglingum hefst með fyrstu grein klukkan 14.00 en önnur greinin er síðan eftir opnunarhátíðina eða klukkan 19.30.

Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlakeppninni en þetta eru hans níundu heimsleikar. Hann er í sjöunda sæti eftir fyrsta dag.

Þuríður Erla Helgadóttir keppir í kvennakeppninni en þetta eru hennar sjöundu heimsleikar. Hún er í sautjánda sæti eftir fyrsta dag.

Sólveig Sigurðardóttir keppir í kvennakeppninni en þetta eru hennar fyrstu heimsleikar í einstaklingskeppni en þriðju heimsleikarnir samtals. Hún er í 36. sæti eftir fyrsta daginn.

Anníe Mist Þórisdóttir fer fyrir liði CrossFit Reykjavíkur en liðsfélagar hennar eru Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Anníe Mist er að keppa á sínum tólftu heimsleikum. Þau eru í sautjánda sæti eftir fyrsta daginn.

Það er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá öðrum keppnisdeginum hér fyrir ofan og neðan.  Hér fyrir ofan er keppni unglinganna en fyrir neðan er keppi í fullorðinsflokki, bæði hjá einstaklingum og liðum.

Það átti að vera frí en hræringarnar í gær þýða að ein grein fer fram í dag og hefst hún klukkan 19.45 að íslenskum tíma hjá einstaklingum en klukkan 21.15 hjá liðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.