Helgi Sigurðsson: Við getum farið allt sem við viljum Sverrir Mar Smárason skrifar 3. ágúst 2022 22:09 Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, mætti í viðtöl eftir leik í kvöld. vísir/bára Valsmenn unnu góðan 2-0 sigur á FH í Bestu deild karla í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafnaði því að mæta í viðtöl eftir leik af virðingu við leikmenn FH sem hann þjálfaði aðeins fyrir nokkrum vikum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Þetta var frábær leikur hjá strákunum. Við sýndum það og sönnuðum að við erum frábært fótboltalið þegar allir eru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan sem við gerðum í dag. Þess vegna uppskárum við eins og við sáðum,“ sagði Helgi. FH byrjaði leikinn betur og setti mikla pressu á Val en eftir að hafa staðist þá pressu þá tóku Valsmenn yfir leikinn. „Fyrsta korterið vorum í smá vandræðum en engum alvarlegum vandræðum. Síðan unnum við okkur inn í leikinn og frá 20. mínútu þá fannst mér við vera mun betra liðið það sem eftir lifði leiks. Fengum fullt af góðum upphlaupum, fullt af góðum sóknum og hefðum með smá heppni getað skorað fleiri mörk. Fyrst og fremst þá héldum við markinu okkar hreinu það var kominn tími á það. Gerðum það vel, skorum tvö mörk, frábær sigur og við þurfum að byggja ofan á þetta. Fögnum vel í kvöld og svo erum við bara einbeittir á næsta verkefni,“ sagði Helgi. Mörkin tvö sem Valur skoraði komu á góðum tímapunktum. Það fyrri rétt fyrir hálfleikinn og það síðara á 64. mínútu eftir að FH hafði verið að setja pressu að marki Vals. Léttir að fá mörk á þessum augnablikum í leiknum að mati Helga. „Sérstaklega að fá mark fyrir hálfleik og fá „boost“ inn í hálfleikinn og um leið gerir það smá svekkelsi á FH-liðið. Við nýttum okkur það og komum vel út í seinni hálfleik. Fengum gott upphlaup og skoruðum mark og síðan var þetta eiginlega aldrei í hættu. Ef eitthvað er þá áttum við að vinna þetta stærra,“ sagði Helgi. Það var töluvert annar bragur á sóknarleik Vals í kvöld miðað við síðustu vikur og mánuði. Mun betra flæði og léttara yfirbragð. „Menn þorðu að halda í boltann. Það var uppleggið að þora að halda í hann og svo að fara hátt upp með bakverðina og við nýttum okkur þau svæði sem þar mynduðust. Fyrsta markið kemur þegar Birkir fær boltann hátt uppi á vellinum, kemur með hann fyrir og við erum með marga menn inni í teig. Einhvern vegin náðum við að koma boltanum í netið þar. Þetta er það sem við þurfum að gera áfram. Að fara hátt upp með liðið en líka inni á milli að þora að halda boltanum, lokka liðin ofar og nýta okkur svæðin sem þá myndast,“ sagði Helgi um sóknarleikinn í kvöld. Valsmenn fara í 24 stig með sigrinum í kvöld og úrslit undanfarinna daga hafa fallið með Val í baráttunni í efri hlutanum. Einn leikur í einu segir Helgi. „Markmiðið er bara að vinna leiki. Bara að vinna næsta fótboltaleik og safna stigum. Svo sjáum við hvað það gefur okkur í lokin. Ég held að það sé bara heillavænlegast að taka einn leik í einu og við ætlum að komast eins ofarlega í töfluna og mögulegt er. Það er nóg eftir af þessu móti og við getum farið allt sem við viljum en til þess þurfum við að vera 100% einbeittir eins og við vorum í kvöld,“ sagði Helgi að lokum. Valur FH Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Valur-FH | Óli Jó fær gömlu lærisveinana í heimsókn Valur mætir FH í Bestu deild karla í fótbolta klukkan 19:15. Ólafur Jóhannesson mætir FH-liði sem hann stýrði fyrr í sumar. 3. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
„Þetta var frábær leikur hjá strákunum. Við sýndum það og sönnuðum að við erum frábært fótboltalið þegar allir eru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan sem við gerðum í dag. Þess vegna uppskárum við eins og við sáðum,“ sagði Helgi. FH byrjaði leikinn betur og setti mikla pressu á Val en eftir að hafa staðist þá pressu þá tóku Valsmenn yfir leikinn. „Fyrsta korterið vorum í smá vandræðum en engum alvarlegum vandræðum. Síðan unnum við okkur inn í leikinn og frá 20. mínútu þá fannst mér við vera mun betra liðið það sem eftir lifði leiks. Fengum fullt af góðum upphlaupum, fullt af góðum sóknum og hefðum með smá heppni getað skorað fleiri mörk. Fyrst og fremst þá héldum við markinu okkar hreinu það var kominn tími á það. Gerðum það vel, skorum tvö mörk, frábær sigur og við þurfum að byggja ofan á þetta. Fögnum vel í kvöld og svo erum við bara einbeittir á næsta verkefni,“ sagði Helgi. Mörkin tvö sem Valur skoraði komu á góðum tímapunktum. Það fyrri rétt fyrir hálfleikinn og það síðara á 64. mínútu eftir að FH hafði verið að setja pressu að marki Vals. Léttir að fá mörk á þessum augnablikum í leiknum að mati Helga. „Sérstaklega að fá mark fyrir hálfleik og fá „boost“ inn í hálfleikinn og um leið gerir það smá svekkelsi á FH-liðið. Við nýttum okkur það og komum vel út í seinni hálfleik. Fengum gott upphlaup og skoruðum mark og síðan var þetta eiginlega aldrei í hættu. Ef eitthvað er þá áttum við að vinna þetta stærra,“ sagði Helgi. Það var töluvert annar bragur á sóknarleik Vals í kvöld miðað við síðustu vikur og mánuði. Mun betra flæði og léttara yfirbragð. „Menn þorðu að halda í boltann. Það var uppleggið að þora að halda í hann og svo að fara hátt upp með bakverðina og við nýttum okkur þau svæði sem þar mynduðust. Fyrsta markið kemur þegar Birkir fær boltann hátt uppi á vellinum, kemur með hann fyrir og við erum með marga menn inni í teig. Einhvern vegin náðum við að koma boltanum í netið þar. Þetta er það sem við þurfum að gera áfram. Að fara hátt upp með liðið en líka inni á milli að þora að halda boltanum, lokka liðin ofar og nýta okkur svæðin sem þá myndast,“ sagði Helgi um sóknarleikinn í kvöld. Valsmenn fara í 24 stig með sigrinum í kvöld og úrslit undanfarinna daga hafa fallið með Val í baráttunni í efri hlutanum. Einn leikur í einu segir Helgi. „Markmiðið er bara að vinna leiki. Bara að vinna næsta fótboltaleik og safna stigum. Svo sjáum við hvað það gefur okkur í lokin. Ég held að það sé bara heillavænlegast að taka einn leik í einu og við ætlum að komast eins ofarlega í töfluna og mögulegt er. Það er nóg eftir af þessu móti og við getum farið allt sem við viljum en til þess þurfum við að vera 100% einbeittir eins og við vorum í kvöld,“ sagði Helgi að lokum.
Valur FH Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Valur-FH | Óli Jó fær gömlu lærisveinana í heimsókn Valur mætir FH í Bestu deild karla í fótbolta klukkan 19:15. Ólafur Jóhannesson mætir FH-liði sem hann stýrði fyrr í sumar. 3. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
Í beinni: Valur-FH | Óli Jó fær gömlu lærisveinana í heimsókn Valur mætir FH í Bestu deild karla í fótbolta klukkan 19:15. Ólafur Jóhannesson mætir FH-liði sem hann stýrði fyrr í sumar. 3. ágúst 2022 18:30