Sport

Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara

Hjörvar Ólafsson skrifar
Kampakátir nýkrýndir Evrópumeistarar. 
Kampakátir nýkrýndir Evrópumeistarar.  Mynd/kraftlyftingasamband Íslands

Tvær íslenska kraftlyftingakonur, þær Alexandra Rán Guðnýjardóttir og Matthildur Óskarsdóttir, urðu í vikunni Evrópumeistarar í klassískri bekkpressu í sínum þyngdarflokki. 

Alexandrea Rán varð Evrópumeistari unglinga í klassískri bekkpressu í -63 kg flokki. Hún lyfti 110 kg og jafnaði þarf af leiðandi Íslandsmet sitt í greininni.

Matthildur varð hins vegar Evrópumeistari unglinga í klassískri bekkpressu í -84 kg flokki. Hún lyfti 127,5 kg sem er nýtt Íslandsmet í unglingaflokki sem og opnum flokki.

Matthildur varð þar að auki stigahæst kvenna í unglingaflokki og Alexandrea hafnaði svo í þriðja sæti á listanum yfir heildarstig á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×