Fleiri fréttir

Heimir mögulega að taka við Stjörnunni

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segist hafa átt í viðræðum við fjölmörg félög en vildi ekki tjá sig um orðróminn þess efnis að hann gæti verið að taka við Stjörnunni.

Aron snýr aftur til leiks

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er að komast í gang eftir að hafa meiðst í upphafi leiktíðar. Búast má við því að hann spili með Aalborg í Meistaradeild Evrópu í dag.

Aníta og Óskar stýra Fram

Knattspyrnudeild Fram hefur ráðið þau Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins til næstu tveggja ára. Þau munu einnig þjálfa 4. flokk kvenna hjá félaginu og vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar hjá Fram.

Simeone: Ég spurði Suarez hvort Messi væri til í að koma

Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, hafði áhuga á því að fá Lionel Messi til liðsins þegar Argentínumaðurinn yfirgaf Barcelona í haust. Messi hefur sagt frá því sjálfur að mörg félög hafi forvitnast um hann.

Blikar mæta stórliði sem var ekki til í fyrra

Blikakonur mæta liði eins þekktasta knattspyrnufélags heims í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Kvennalið Real Madrid varð hins vegar ekki til fyrr en í fyrrasumar.

Umbi Haalands fundar með City

Mino Raiola, umboðsmaður markaskorarans Erlings Haaland, mun hefja viðræður við Manchester City í janúar varðandi möguleikann á að Norðmaðurinn fari til enska félagsins næsta sumar.

Leikmenn fá aðeins viku í undirbúning fyrir HM

Eins og flestir vita mun heimsmeistaramótið í knattspyrnu fara fram í Katar á næsta ári. Vegna mikils hita yfir sumartímann verður leikið í nóvember og desember, en leikmenn munu ekki losna frá félagsliðum sínum fyrr en viku áður en mótið hefst.

Heimsmeistararnir enn taplausir | Allt jafnt í D-riðli

Annar dagur riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu í League of Legends fór fram í dag, en spilaðir voru átta leikir. Heimsmeistararnir í DWG KIA hafa unnið báða leiki sína, og sömu sögu er að segja af Edward Gaming og Royal Never Give Up.

Atli Ævar frá fram yfir áramót

Enn bætist á meiðslalista handknattleiksliðs Selfoss, en línumaðurinn reyndi, Atli Ævar Ingólfsson, verður að öllum líkindum ekki með liðinu fyrr en eftir áramót eftir að hann fór í aðgerð á hné.

Svíar á toppi B-riðils | Ronaldo með enn eina þrennuna

Alls fóru fram 14 leikir í undankeppni HM 2022 í kvöld. Svíar lyftu sér upp fyrir Spánverja í efsta sæti B-riðils með 2-0 sigri gegn Grikkjum og Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar að Portúgal vann öruggan 5-0 sigur gegn Lúxemborg svo eitthvað sé nefnt.

Mæhle tryggði Dönum sæti á HM

Danmörk varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér farseðil á HM í Katar á næsta ári með 1-0 sigri gegn Austurríki.

Englendingar misstigu sig gegn Ungverjum

Englendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust á Wembley í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sigur hefði tryggt Englendingum umspilssæti.

Fótboltamenn krefjast greiðslu fyrir notkun upplýsinga um þá

Ýmis fyrirtæki nýta sér upplýsingar um hæð og þyngd knattspyrnumanna, meðalfjölda marka sem þeir skora í leik, spilaðar mínútur, fiskaðar vítaspyrnur og margt fleira. Nú krefjast hundruð knattspyrnumanna í Bretlandi þess að þeim sé greitt fyrir notkun á gögnum um þá.

AS líkir Andra Lucasi við Haaland

Spænska stórblaðið AS segir að Andri Lucas Guðjohnsen minni um margt á Erling Braut Haaland og muni mögulega leika sinn fyrsta leik fyrir aðallið Real Madrid í vetur.

Pabbar markaskoraranna mættust í Trópídeildinni

Landsliðsmennirnir þrír sem skoruðu fyrir Ísland í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta í gær eru allir af miklum fótboltaættum. Pabbar þeirra léku allir í Trópídeildinni á Íslandi sumarið 1994.

Atson heillaði Grindvíkinga

Bandaríkjamaðurinn Travis Atson mun leika með körfuknattleiksliði Grindavíkur í vetur. Fyrsti leikur hans gæti orðið gegn KR í næstu viku.

Misskildi hrópin og skoraði þess vegna

Mohamed Elyounoussi, framherji Southampton, skoraði bæði mörk Noregs í gærkvöld þegar liðið vann mikilvægan sigur á Svartfjallalandi, 2-0. Seinna markið má segja að hann hafi skorað óvart, eftir að hafa misskilið köll af hliðarlínunni.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.