Handbolti

Aron snýr aftur til leiks

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Pálmarsson kom til Álaborgar frá Barcelona í sumar og er skærasta stjarna danska félagsins.
Aron Pálmarsson kom til Álaborgar frá Barcelona í sumar og er skærasta stjarna danska félagsins. Aalborghaandbold.dk

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er að komast í gang eftir að hafa meiðst í upphafi leiktíðar. Búast má við því að hann spili með Aalborg í Meistaradeild Evrópu í dag.

Aron hefur verið frá keppni síðan hann meiddist í leik gegn Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni 8. september. Hann mun hafa tognað í nára og talað var um að hann yrði frá keppni í 3-6 vikur.

Stefan Madsen, þjálfari Aalborg, segir að Aron sé nú sennilega klár í slaginn en Aalborg mætir Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi á heimavelli í dag. Það gæti orðið fyrsti Meistaradeildarleikur Arons fyrir danska liðið:

„Ég vona innilega að Aron nái nokkrum mínútum [í dag]. Þetta hefur litið mjög vel út undanfarið, og hann hefur æft vel með okkur, svo að ef ekkert bakslag verður þá er ég viss um að við fáum að sjá hann [í dag],“ sagði Madsen við Nordjyske.

Aalborg hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í A-riðli Meistaradeildarinnar en liðið tapaði á útivelli gegn Vardar í Makedóníu í síðustu umferð, 30-28.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.