Fleiri fréttir

Helga býður sig fram í stjórn KSÍ

Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku.

Ian Jeffs hættir með ÍBV

Ian Jeffs er hættur sem þjálfari hjá ÍBV. Hann var aðstoðarþjálfari karlaliðsins, ásamt því að stýra kvennaliðinu seinni part sumars eftir að Andri Ólafsson hætti með liðið.

Bjarni: Stoltur af fyrsta sigri Hauka í Evrópukeppni

Haukakonur unnu sinni fyrsta sigur í Evrópukeppni. Haukar unnu Sportiva frá Portúgal 81-76. Leikurinn var jafn og spennandi alveg fram að síðustu mínútu. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar kátur í leiks lok. 

Alberti og félögum mistókst að lyfta sér upp úr fallsæti

Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar heimsóttu FC Twente í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Byrjunin á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska hjá AZ Alkmaar og liðið mátti þola 2-1 tap í kvöld.

Tammy Abraham skaut Roma aftur á sigurbraut

Roma vann 1-0 sigur þegar að liðið tók á móti Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lærisveinar José Mourinho eru nú með fjóra sigra í fyrstu fimm leikjunum eftir tap í síðustu umferð.

ÍBV yfirgefur Lengjudeildina með sigri

Grótta tók á móti ÍBV í lokaumferð Lengjudeildar karla í dag. Sigurður Arnar Magnússon tryggði Eyjamönnum 3-2 sigur þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka eftir að liðið hafði lent 2-1 undir.

Magdeburg og Bergischer höfðu betur í Íslendingaslögum dagsins

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og tveir af þeim voru Íslendingaslagir. Magdeburg með Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson innanborðs vann öruggan sigur gegn Daníel Þór Ingasyni og HBW Balingen-Weilstetten 28-17. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer sem vann með minnsta mun gegn Andra Má Rúnarssyni og félögum hans í Stuttgart, 26-25.

Tryggvi og félagar með fullt hús eftir tvo leiki

Tryggvi Hlinason og félagar hans í Casademont Zaragoza unnu í dag öruggan  stiga sigur gegn Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Lokatölur 76-100, en þetta var annar sigur Zaragoza í jafn mörgum leikjum í upphafi tímabils.

Haukur í hóp og Sigvaldi skoraði eitt er Kielce lagði Veazprém í Meistaradeildinni

Haukur Þrastarson var í fyrsta skipti í hóp hjá pólska liðinu Vive Kielce í keppnisleik þegar að liði mætti Telekom Veszprém frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag eftir löng og erfið meiðsli. Sigvaldi Björn Guðjónsson leikur einnig með Kielce, en hann skoraði eitt mark þegar að liðið vann 32-29.

Jón Dagur skoraði þegar AGF fór áfram í danska bikarnum

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF heimsóttu C-deildarliðið BK Frem í 32-liða úrslitum danska bikarsins í dag. Jón Dagur skoraði fyrsta mark AGF þegar að liðið vann öruggan 3-0 sigur. Þá var Ágúst Eðvald Hlynsson í byrjunarliði Horsens sem sló Silkeborg úr leik í Íslendingaslag með 3-2 sigri.

Leikmaður Lemgo handtekinn á Íslandi

Samkvæmt heimildum Vísis var leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Lemgo handtekinn hér á landi í morgun vegna gruns um kynferðisbrot.

Elsa heimsmeistari og setti þrjú heimsmet

Elsa Pálsdóttir varð í dag heimsmeistari öldunga í klassískum kraftlyftingum í -76 kg flokki. Hún setti einnig þrjú heimsmet, í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri.

Varaforsetinn útdeildi seðlum í klefanum

Knattspyrnusamband Norður- og Mið-Ameríku, Concacaf, hefur hafið rannsókn vegna myndbands sem sýnir hinn sextuga Ronnie Brunswijk útdeila seðlum eftir að hafa spilað leik í keppni á vegum sambandsins.

Anfield mun hoppa upp í þriðja sæti

Liverpool hefur ákveðið að fara af fullum krafti í að stækka heimavöll sinn enn frekar en nýjustu framkvæmdirnar voru kynntar formlega í gær.

Sjá næstu 50 fréttir