Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2021 11:26 Lokatölur eru nú að birtast í laxveiðiánum Mynd: Árni Baldursson FB Það sér fyrir endan á veiðitímabilinu í flestum laxveiðiánum en lokatölur eru nú að berast úr nokkrum þeirra. Þegar nýjar uppfærðar veiðitölur voru birtar í morgun á vef Landssambands Veiðifélaga þá má sjá að Ytri Rangá er ennþá á toppnum með 3.082 laxa og Eystri þar skammt á eftir með 2.886 laxa. Síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir í báðum ánum en þær hafa litast og bólgnað upp og gert veiðimönnum afar erfitt fyrir þó sérstaklega Eystri Rangá. Það sést best á að vikutölur úr ánni voru ekki nema 85 laxar í Eystri en um 150 laxar í Ytri Rangá. Töluvert af laxi er í báðum ánum og þær opnar til 20. október svo þessar tölur eiga eftir að hækka. Miðfjarðará er svo í þriðja sæti og hæst sjálfbæru ánna með 1.709 laxa sem er prýðileg veiðií ánni. Lokatölur eru svo komnar úr Norðurá með 1.431 lax, Haffjarðará með 914 laxa, Elliðaár með 617 laxa, Hofsá og Sunnudalsá með 601 lax, Laxá á Ásum með 600 laxa og Blanda með 418 laxa. Fleiri lokatölur og lista yfir heildarveiði í ánum má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði
Þegar nýjar uppfærðar veiðitölur voru birtar í morgun á vef Landssambands Veiðifélaga þá má sjá að Ytri Rangá er ennþá á toppnum með 3.082 laxa og Eystri þar skammt á eftir með 2.886 laxa. Síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir í báðum ánum en þær hafa litast og bólgnað upp og gert veiðimönnum afar erfitt fyrir þó sérstaklega Eystri Rangá. Það sést best á að vikutölur úr ánni voru ekki nema 85 laxar í Eystri en um 150 laxar í Ytri Rangá. Töluvert af laxi er í báðum ánum og þær opnar til 20. október svo þessar tölur eiga eftir að hækka. Miðfjarðará er svo í þriðja sæti og hæst sjálfbæru ánna með 1.709 laxa sem er prýðileg veiðií ánni. Lokatölur eru svo komnar úr Norðurá með 1.431 lax, Haffjarðará með 914 laxa, Elliðaár með 617 laxa, Hofsá og Sunnudalsá með 601 lax, Laxá á Ásum með 600 laxa og Blanda með 418 laxa. Fleiri lokatölur og lista yfir heildarveiði í ánum má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði