Sport

Heimsmeistari ætlar að gefa heila sinn til rannsókna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Thompson í leik með enska landsliðinu í ruðningi.
Steve Thompson í leik með enska landsliðinu í ruðningi. Getty/Hannah Peters

Steve Thompson er fyrrum heimsmeistari í ruðningi og hann fékk ófá höfuðhöggin á sínum ferli. Thompson hefur verið að glíma við vitglöp eftir að ferli hans lauk.

Thompson er nú 43 ára gamall og hann hefur ákveðið að gefa heila sinn til rannsókna á heilakvillum og áhrifum margra heilahristinga.

Fyrir einu ári siðan greindist Thompson með vitglöð það er einkenni sem benda til hrörnunar heilans. Langvinnur heilakvilli í kjölfar áverka er á ensku CTE eða chronic traumatic encephalopathy.

Markmið Thompson með þessari gjöf er að hjálpa til við að gera íþróttina öruggari. Heili hans hefur orðið fyrir mörgum heilahristingum á löngum rugby ferli og rannsókn á honum getur gefið miklar vísbendingar um áhrif þeirra á heilann.

„Ég ætla að gefa heilann minn svo að börn fólksins sem ég elska þurfi ekki að fara í gegnum það sem ég þurfti að ganga í gegnum,“ sagði Steve Thompson.

„Það er undir minni kynslóð komið að gefa heila okkar svo rannsakendur geti fundið upp betri meðferðir og gert íþróttina öruggari,“ sagði Thompson.

Thompson stendur samt þessa dagana í málarekstri gegn yfirvöldum í ruðnings íþróttinni vegna vanrækslu tengdum öryggi leikmanna.

Steve Thompson varð heimsmeistari með Englendingum árið 2003 og lék alls 73 landsleiki. Hann var rugby leikmaður frá 1998 til 2011 og spilaði yfir tvö hundruð deildarleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×