Sport

Bandarísku keppendurnir á Vetrarólympíuleikunum verða að láta bólusetja sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hluti bandarísku keppendanna á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang 2018.
Hluti bandarísku keppendanna á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang 2018. getty/Hyoung Chang

Keppendur fyrir hönd Bandaríkjanna á Vetrarólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í Peking á næsta ári þurfa að fara í bólusetningu vegna kórónuveirunni til að mega taka þátt.

Bandarísku keppendurnir á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó þurftu ekki að fara í bólusetningu en bandaríska ólympíunefndin hefur núna gert það að skilyrði.

Þann 1. nóvember á þessu ári verða allir fulltrúar Bandaríkjanna í Peking að vera bólusettir fyrir kórónuveirunni. Ef einhverjir fulltrúar verða ekki bólusettir þurfa þeir að fara í skimun á hverjum einasta degi á meðan Vetrarólympíuleikunum stendur.

Alþjóða ólympíunefndin hefur ekki gert bólusetningu að skilyrði fyrir þátttöku á Vetrarólympíuleikunum.

Um hundrað af 613 keppendum Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Tókýó voru ekki bólusettir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.