Sport

Elsa heimsmeistari og setti þrjú heimsmet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elsa Pálsdóttir í hnébeygjunni. Hún setti heimsmet í greininni.
Elsa Pálsdóttir í hnébeygjunni. Hún setti heimsmet í greininni. skjáskot af youtube-síðu ipf

Elsa Pálsdóttir varð í dag heimsmeistari öldunga í klassískum kraftlyftingum í -76 kg flokki. Hún setti einnig þrjú heimsmet, í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri.

Elsa keppti fyrst í hnébeygju og í þriðju tilraun sinni lyfti hún 132,5 kg og bætti eigið heimsmet um 2,5 kg.

Í bekkpressunni lyfti Elsa 60 kg í annarri tilraun. Hún reyndi við 62,5 kg í þriðju tilraun en án árangurs.

Í lokagreininni, réttstöðulyftu, setti Elsa svo annað heimsmet. Hún lyfti 145 kg í fyrstu tilraun og reyndi svo við 160 kg. Það tókst ekki en Elsa reyndi aftur og reif þá 160 kg upp og bætti eigið heimsmet í greininni um 2,5 kg.

Samanlagt lyfti Elsa 352,5 kg sem er heimsmet. Hún vann -76 kg flokkinn og setti þrjú heimsmet í leiðinni sem er ekki amalegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×