Fleiri fréttir

Utan vallar: Korter í Kalmar

Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum.

Held ég sé enginn harðstjóri

Ríkharður Daðason var í gær ráðinn þjálfari Pepsi-deildarliðs Fram. Hann tekur við starfinu af Þorvaldi Örlygssyni, sem sagði óvænt upp störfum. Ríkharður mun þjálfa liðið út þessa leiktíð. Þetta er fyrsta þjálfarastarf framherjans fyrrverandi.

Navas við það að skrifa undir hjá City

Jesus Navas mun að öllum líkindum skrifa undir hjá Manchester City á allra næstu klukkustundum en leikmaðurinn hefur verið á mála hjá spænska félaginu Sevilla.

Jón Arnór: Erum að spila gegn ómennskum leikmönnum

Jón Arnór Stefánsson, leikmaður CAI Zaragoza, verður í eldlínunni gegn Real Madrid í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik á morgun en Real Madrid vann fyrstu tvo leikina og leiðir því einvígið 2-0. Það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki fer áfram í úrslitaeinvígið.

Wenger vill fá Rooney til Arsenal

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur gefið það í skyn að hann ætli sér að leggja mikla áherslu á að klófesta Wayne Rooney frá Manchester United.

Mörg þúsund manns tóku á móti Neymar

Knattspyrnumaðurinn Neymar skrifaði í dag undir fimm ára samning við spænsku meistarana í Barcelona. Kaupverðið ku vera 48,5 milljónir punda sem félagið greiðir til Santos en Neymar hefur leikinn allan sinn feril hjá brasilíska félaginu.

Spáir um 1.900 laxa veiði í Norðurá

Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur mun opna Norðurá á miðvikudaginn. Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, spáir því að veiðin taki stökk frá því í fyrra en þá veiddust 950 laxar í ánni.

Einstaklingsmistök urðu Arsenal að falli

Nú þegar deildarkeppni er lokið í ensku úrvalsdeildinni keppast menn við að sjá allskyns möguleika á gengi liða útfrá ýmsum tölfræði þáttum.

Valdimar Fannar til FH

Handknattleiksmaðurinn Valdimar Fannar Þórsson hefur gengið til liðs við FH en hann yfirgefur herbúðir Vals.

Eriksson gafst upp á Dubai

Sven-Göran Eriksson hefur lokið starfi sem tæknilegur ráðgjafi Al Nasr í Dubai. Svíinn entist fimm mánuði í starfinu.

Fjórir leikmenn Bayern bestu leikmenn ársins

Jupp Heynckes, fráfarandi þjálfari Bayern München, segir Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger, Franck Ribery og Thomas Müller efsta á blaði sem bestu leikmenn ársins 2013.

Tækifæri til hefnda gegn KR

Bikarmeistarar KR sækja Leikni heim í Breiðholtið í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu.

Helgi hættir hjá Fram

Helgi Sigurðsson, sem var hægri hönd Þorvalds Örlygssonar hjá Fram, er hættur störfum hjá félaginu.

Þetta eru þrjótar

Stjörnumenn fussuðu og sveiuðu þegar Sigurður Sveinn Þórðarson, betur þekktur sem Siggi Dúlla, dró FH upp úr skálinni á bikardrættinum í dag.

Hjá Chelsea næstu fjögur árin

Jose Mourinho er snúinn aftur á Stamford Bridge. Portúgalinn litríki verður knattspyrnustjóri Chelsea næstu fjögur árin.

Jovan og Lára kveðja Garðabæinn

Karla- og kvennalið Stjörnunnar hafa misst sterka leikmenn úr liðum sínum. Stjörnuparið Jovan Zdravevski og Lára Flosadóttir eru á leið til Svíþjóðar og verða ekki með liðum sínum á næstu leiktíð.

Ríkharður tekur við Fram

Ríkharður Daðason verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í knattspyrnu. Tilkynnt verður um ráðningu hans í dag.

Held ég taki við Chelsea í vikunni

Jose Mourinho sagðist í spænskum sjónvarpsþætti í gær reikna með því að verða orðinn knattspyrnustjóri Chelsea áður en vikan væri öll.

Níu milljóna sekt fyrir orðbragð

Roy Hibbert, miðherji Indiana Pacers, hefur verið sektaður um 75 þúsund dali jafnvirði níu milljóna íslenskra króna fyrir orðaval sitt á blaðamannafundi.

Ég mun alltaf elska Þorvald

Leikmönnum Fram brá í brún þegar þeir heyrðu af uppsögn Þorvalds Örlygssonar sem þjálfari karlaliðs félagsins í gær.

Vaknaði með bikarinn í rúminu

Hans Óttar Lindberg áttaði sig á því í morgun að sigur Hamburg í Meistaradeild Evrópu í handbolta hefði ekki aðeins verið góður draumur.

Tiger þarf að laga "allt"

Tiger Woods lauk keppni í 65. sæti á Memorial-mótinu í Ohio um helgina. Bandaríski kylfingurinn segist þurfa að taka til í leik sínum enda Opna bandaríska meistaramótið handan við hornið.

Allt lélegt hjá okkur

Ísland heldur til Tékklands með tólf marka tap á bakinu eftir fyrri leik liðanna í umspilsrimmu þeirra um laust sæti á HM í Serbíu í lok árs. Stelpurnar okkar voru langt frá sínu besta og er vonin um þátttöku í fjórða stórmótinu í röð veik.

Sundfólkið fékk flest verðlaun

Íslenska keppnissveitin sneri heim frá Lúxemborg með 87 verðlaun frá Smáþjóðaleikunum í farteskinu. Með í för var einnig fáni leikanna en Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, tók á móti honum á lokaathöfn leikanna um helgina. Leikarnir fara næst fram í Reykjavík eftir tvö ár.

Hefur trú á Glódísi

Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-3 á móti Skotum í síðasta heimaleik sínum fyrir EM og sýndi þá á sér tvær ólíkar hliðar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði ekki 17 ára miðvörð að blóraböggli þótt illa hafi gengið í fyrri hálfleiknum.

Myndband: Hástökk með skæra-stíl

Myndband sem Michael Stewart, sjálfboðaliði fyrir Run For Life, hefur sett á Youtube af hástökkvurum í Kenya hefur vakið mikla athygli fyrir óhefðbundinn stökkstíl íþróttamannanna sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Pínlegt sjálfsmark þýska markvarðarins

Marc-André ter Stegen stóð í marki Þýskalands sem tapaði 4-3 fyrir Bandaríkjunum í vináttulandsleik í kvöld. Hann vill þó sjálfsagt gleyma leiknum sem fyrst.

Þorvaldur hættur hjá Fram

Þorvaldur Örlygsson er hættur sem þjálfari Fram í Pepsi-deild karla. Hann fór fram á við stjórn knattspyrnudeildar félagsins að verða leystur undan störfum.

Fór holu í höggi og setti vallarmet

Ungur Hvergerðingur Fannar Ingi Steingrímsson stal senunni á Íslandsbankamótaröðinni sem lauk á Hellu nú síðdegis. Fannar setti vallarmet þegar hann lék völlinn á 61 höggi eða 9 undir pari í flokki 15-16 ára drengja.

Enn veiða Drangsnesingar í Bjarnarfjarðará

Allir sem áttu lögheimili í Kaldraneshreppi 1. maí fá úthlutað veiðidegi í sjóbleikjuánni Bjarnarfjarðará. Undir jarðir sveitarfélagins heyrir um fjórðungur veiðiréttarins í ánni.

England gerði jafntefli í Brasilíu

England og Brasilía skildu jöfn 2-2 í skemmtilegum leik í Brasilíu í kvöld. Öll mörk leiksins voru skoruð í seinni hálfleik þrátt fyrir þunga sókn Brasilíu í fyrri hálfleik.

Finnur Atli og Guðrún Gróa í Snæfell

Karla- og kvennalið Snæfells í körfubolta hafa fengið frábæran liðsstyrk frá KR en þau Finnur Atli Magnússon og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir munu spila með liðinu á næstu leiktíð.

Sjá næstu 50 fréttir