Íslenski boltinn

Helgi hættir hjá Fram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helgi Sigurðsson lék með Víkingum síðasta sumar auk þess að gegna hlutverki aðstoðarþjálfara.
Helgi Sigurðsson lék með Víkingum síðasta sumar auk þess að gegna hlutverki aðstoðarþjálfara. Mynd/Valli

Helgi Sigurðsson, sem var hægri hönd Þorvalds Örlygssonar hjá Fram, er hættur störfum hjá félaginu. Helgi staðfestir þetta í samtali við Fótbolti.net. Hann segist hafa talið eðlilegt að stíga til hliðar ásamt Þorvaldi.

Ríkharður Daðason var í dag kynntur til sögunnar sem eftirmaður Þorvalds. Auðun Helgason mun aðstoða Ríkharð.

Helgi hefur verið varamaður í flestum leikjum Fram í sumar en lítið spilað. Hann segir óvíst hvort hann muni halda áfram knattspyrnuiðkun í sumar.

„Ef ég væri 100% leikmaður þá hefði ég getað tekið slaginn áfram en ég er meira með hugann við þjálfun. Ég fékk tækifæri með Todda og fyrst hann er farinn þá er eðlilegt að ég stígi líka til hliðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×