Enski boltinn

Wenger vill fá Rooney til Arsenal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rooney í leik með enska landsliðinu.
Rooney í leik með enska landsliðinu. Mynd. / Getty Images

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur gefið það í skyn að hann ætli sér að leggja mikla áherslu á að klófesta Wayne Rooney frá Manchester United.

Rooney fór fram á sölu frá Manchester United undir lok síðasta tímabils en honum var haldið fyrir utan leikmannahóp Manchester United í lokaumferðunum.

Rooney mun setjast niður með David Moyes, nýráðnum knattspyrnustjóra Manchester United, á næstu dögum og ræða framtíð sína hjá félaginu.

Wenger er tilbúinn í slag við risafélög á borð við Chelsea , PSG og Bayern Munich í baráttunni um Wayne Rooney.

„Fyrsta verkefnið hjá Moyes verður að sannfæra Rooney að vera áfram hjá félaginu,“ sagði Wenger við enska fjölmiðla.

„Við þurfum síðan að sjá til hvað kemur út úr því. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála varðandi Rooney en ég vill endilega fá leikmanninn til liðsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×