Íslenski boltinn

Ég mun alltaf elska Þorvald

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sam Hewson og Þorvaldur Örlygsson
Sam Hewson og Þorvaldur Örlygsson

Leikmönnum Fram brá í brún þegar þeir heyrðu af uppsögn Þorvalds Örlygssonar sem þjálfari karlaliðs félagsins í gær.

Nokkrir leikmenn liðsins tjáðu sig um tíðindin á samskipamiðlinum Twitter í gær.

„Ég er undrandi á þeim tíðindum að Toddi sé farinn!!! Ég mun alltaf elska hann," skrifaði Englendingurinn Sam Hewson á Twitter í gær.

„Ég er í töluverðu uppnámi núna," skrifaði Skotinn Steven Lennon einnig á Twitter.

Þorvaldur fékk þá Hewson og Lennon til félagsins en ljóst er að báðir eru góðir leikmenn sem eiga þó enn eftir að sýna fyrir alvöru hvað í þeim býr í efstu deild.

Forráðamenn Fram stefna á að ganga frá ráðningu eftirmanns Þorvalds í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×