Enski boltinn

Einstaklingsmistök urðu Arsenal að falli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna marki í vetur.
Leikmenn Arsenal fagna marki í vetur. Getty Images

Nú þegar deildarkeppni er lokið í ensku úrvalsdeildinni keppast menn við að sjá allskyns möguleika á gengi liða útfrá ýmsum tölfræði þáttum.

Manchester United varð á dögunum enskur meistari í 20. skipti í sögu félagsins og er sigursælasta félag Englands.

Alls fengu liðin í ensku úrvalsdeildinni 179 mörk á sig sem komu eftir einstaklingsmistök eða leikmenn settu boltann í eigið net.

Gengi Arsenal framan af tímabilsins var nokkuð dapurt og gerðu einstakir leikmenn sig oft á tíðum seka um mikið einbeitingarleysi og kostuðu liðið þó nokkur stig.

Ef sjálfsmörk og einstaklingsmistök væru ekki tekinn með þá hefði Arsenal hafnað í efsta sæti deildarinnar eftir 38 umferðir.

Hér að neðan má sjá hvernig niðurstaðan í deildinni hefði verið ef þessir þættir væru ekki teknir með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×