Íslenski boltinn

Vann og tapaði jafnmörgum deildarleikjum hjá Fram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorvaldur Örlygsson
Þorvaldur Örlygsson

Þorvaldur Örlygsson náði sínum besta árangri með Fram á fyrsta tímabili sínu í starfi. Eftir það lá leiðin niður á við.

Tilkynnt var í gær að Þorvaldur væri hættur sem þjálfari Fram. Óhætt er að segja að um óvænt tíðindi hafi verið að ræða enda tryggði Fram sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla á fimmtudaginn eftir sigur á grönnum sínum í Val.

Tímabilið, sem hófst í maí, er það sjötta sem Fram leikur undir stjórn Þorvaldar. Hann stýrði liðinu fyrst sumarið 2008 og óhætt er að segja að bláklæddum hafi gengið vel undir stjórn atvinnumannsins fyrrverandi.

Liðið vann 13 leiki af 22 og hafnaði í 3. sæti deildarinnar. Í áratug á undan hafði besti árangur Fram verið 6. sæti í deildinni og því mikil gleði í Safamýri. Árangurinn í deildinni varð hins vegar verri með hverju tímabilinu sem á eftir fylgdi. Liðið hafnaði í 4. sæti sumarið 2009, 5. sæti 2010, 9. sæti 2011 og slapp við fall í 10. sæti síðastliðið sumar.

Undir stjórn Þorvaldar komst liðið í úrslit Borgunarbikarsins sumarið 2009 en beið lægri hlut gegn Breiðabliki í úrslitaleik. Liðið komst í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar sumarið 2009.

Tölfræði Fram undir stjórn Þorvalds.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×