Íslenski boltinn

Bikarmeistararnir í Breiðholtið | Stjarnan mætir FH

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá bikardrættinum í dag. Leiknismenn taka á móti KR.
Frá bikardrættinum í dag. Leiknismenn taka á móti KR. Mynd/Vilhelm

Bikarmeistarar KR heimsækja Leikni í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Stjarnan tekur á móti FH, ÍA fær Breiðablik í heimsókn og Framarar sækja Ólafsvíkinga heim.

Eftirtalin lið mætast:

Leiknir - KR

ÍA - Breiðablik

Sindri - Fylkir

Víkingur R. - Tindastóll

Víkingur Ó. - Fram

Stjarnan - FH

BÍ/Bolungarvík - ÍBV

Grótta - Magni

Leikirnir fara fram 19. og 20. júní að frátaldri viðureign BÍ/Bolungarvíkur og ÍBV sem fram fer 21. júní.

Liðin sem voru í pottinum

Pepsi-deildin: ÍBV, Fylkir, ÍA, Breiðablik, KR, Víkingur Ólafsvík, FH, Fram, Stjarnan

1. deildin: Leiknir R., Tindastóll, BÍ/Bolungarvík, Víkingur R.

2. deildin: Grótta, Sindri.

3. deildin: Magni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×