Enski boltinn

Chelsea ósigrað í deildinni á Brúnni undir stjórn Mourinho

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mourinho á þeim tíma sem hann starfaði hjá Chelsea.
Mourinho á þeim tíma sem hann starfaði hjá Chelsea. Nordicphotos/AFP

Stuðningsmenn Chelsea eiga von á góðu á næsta tímabili þegar þeir fylgjast með liði sínu á heimavelli, Stamford Bridge.

Undir stjórn Jose Mourinho hefur Chelsea aldrei beðið lægri hlut í deildarleik á heimavelli. Chelsea spilaði 60 deildarleiki undir stjórn Mourinho á Brúnni. 46 leikjanna unnust og 14 sinnum gerði liðið jafntefli. Liðið skoraði 123 mörk en fékk aðeins á sig 28 mörk.

Hins vegar lauk ferli Mourinho í úrvalsdeildinni á nokkuð súrum nótum. Chelsea vann aeðins þrjá af síðustu ellefu leikjum sínum undir hans stjórn. Sigurhlutfall hans í deildinni eru engu að síður hið besta í sögunni, miðað við þá sem stýrt hafa liðinu í fleiri en tuttugu leikjum, eða 71 prósent.

Tölfræðin er fengin hjá tölfræðiþjónustunni Opta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×