Enski boltinn

Hjá Chelsea næstu fjögur árin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frank Lampard mun leika undir stjórn Jose Mourinho á nýjan leik.
Frank Lampard mun leika undir stjórn Jose Mourinho á nýjan leik. Nordicphotos/AFP

Jose Mourinho er snúinn aftur á Stamford Bridge. Portúgalinn litríki verður knattspyrnustjóri Chelsea næstu fjögur árin.

„Chelsea tilkynnir með stolti að Jose Mourinho tekur við sem knattspyrnustjóri Chelsea á nýjan leik," segir í tilkynningu frá Lundúnafélaginu.

Mourinho stýrði liðinu á árunum 2004-2007. Hann gerði liðið tvívegis að enskum meisturum, tvisvar vann liðið deildabikarinn og einu sinni varð liðið bikarmeistari.

„Hann var og er enn mjög vinsæll hjá félaginu. Allir hlakka til þess að starfa með honum á nýjan leik," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×