Enski boltinn

Held ég taki við Chelsea í vikunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Nordicphotos/Getty

Jose Mourinho sagðist í spænskum sjónvarpsþætti í gær reikna með því að verða orðinn knattspyrnustjóri Chelsea áður en vikan væri öll.

Mourinho lauk þriggja ára veru hjá Real Madrid með 4-2 heimasigri á Osasuna á laugardaginn. Í viðtali í sjónvarpsþætti Punto Pelota ræddi hann um framtíð sína.

„Ég held til Lundúna á mánudaginn (í dag) og ég reikna með því að verða orðinn stjóri Chelsea í síðasta lagi á föstudaginn," sagði Portúgalinn fimmtugi.

„Fólkið þar elskar mig og það er nauðsynlegt að kunna að meta það í lífinu," sagði Mourinho. Portúgalinn tók við Chelsea árið 2004 og vann titilinn tvö fyrstu tímabilin. Hann yfirgaf Chelsea í september 2007.


Tengdar fréttir

Perez: Mourinho tekur við Chelsea

Florentino Perez forseti Real Madrid segir það klárt að Jose Mourinho muni taka við enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea öðru sinni í sumar en Mourinho er hættur sem knattspyrnustjóri Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×