Enski boltinn

Navas við það að skrifa undir hjá City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jesus Navas
Jesus Navas Mynd / getty images

Jesus Navas mun að öllum líkindum skrifa undir hjá Manchester City á allra næstu klukkustundum en leikmaðurinn hefur verið á mála hjá spænska félaginu Sevilla.

Kaupverðið mun vera 25 milljónir punda fyrir þennan 27 ára vængmann. Sevilla hefur nú þegar samþykkt tilboðið frá Manchester City og fátt kemur í veg fyrir að leikmaðurinn gangi til lið við félagið.

Manuel Pellegrini mun að öllum líkindum einnig taka við Manchester City á næstu sólahringum og vilja fjölmiðlar í Englandi halda því fram að kaupin á Navas séu þau fyrstu af mörgum hjá Pellegrini.

„Það bendir allt til þess að Navas sé á leiðinni frá okkur,“ sagði Unai Emery, knattspyrnustjóri Sevilla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×