Fleiri fréttir

Rory McIlroy sigraði með fáheyrðum yfirburðum á US Open

Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi með fáheyrðum yfirburðum og skrifaði hinn 22 ára gamli kylfingur marga kafla í metabókum golfíþróttarinnar. McIlroy var efstu alla fjóra keppnisdagana og hann setti mótsmet með því að leika á – 16

Katrín og Rúnar hljóta verðlaun frá UEFA

Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur ákveðið að verðlauna þá landsliðsmenn sem spila 100 eða fleiri landsleiki fyrir þjóð sína. Af íslenskum landsliðsmönnum hafa aðeins Rúnar Kristinsson og Katrín Jónsdóttir spilað yfir 100 landsleiki.

Sebastian Larsson fer til Sunderland

Sænski landsliðsmaðurinn Sebastian Larsson mun ganga til liðs við Sunderland um leið og hann kemst að samkomulagi við félagið um lengd samningsins. Þetta segir faðir leikmannsins við sænska fjölmiðla.

Villas-Boas tekur ekki við Inter

Ítalska knattspyrnufélagið Inter hefur útilokað Andre Villas-Boas sem næsta knattspyrnustjóra félagsins. Félagið er í leit að knattspyrnustjóra eftir að Leonardo yfirgaf félagið eftir aðeins sex mánuði í starfi.

Spánverjar og Tékkar komust í undanúrslitin á EM

Riðlakeppni Evrópumóts U21 árs landsliða í Danmörku lauk í kvöld þar sem að Spánn og Tékkland komust upp úr B-riðli og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum. Sviss og Hvíta-Rússland tryggðu sér sín sæti í gær á kostnað Íslendinga og Dana.

Fellaini vill fara frá Everton

Marouane Fellaini leikmaður Everton hefur sagst vilja komast frá félaginu. Ástæðan er löngun hans til þess að spila í Meistaradeild Evrópu og vinna titla.

Shole Ameobi í fríi á Íslandi - fer á kostum á Twitter

Shola Ameobi er um þessar mundir í heimsókn hjá bróður sínum Tomi Abeobi leikmanns BÍ/Bolungavíkur. Ameobi fer mikinn á Twitter-síðu sinni og óhætt að segja að Demba Ba, nýr liðsmaður Newcastle, fái óblíðar viðtökur.

Kristín Ýr hetja Valskvenna - Grindavík, FH og KR líka áfram

Valskonur slógu Breiðablik út úr bikarnum þriðja árið í röð með því að vinna 1-0 sigur í leik liðanna í 16 liða úrslitum Valitor-bikars kvenna sem fram fór á Kópavogsvellinum í dag. Grindavík, FH og KR komust einnig áfram í átta liða úrslitin í dag.

Allar þjóðirnar í B-riðli eiga möguleika

Það er óhætt að segja að B-riðill á EM U-21 landsliða sé galopinn. Spánverjar og Tékkar standa best að vígi en England og Úkraína geta tryggt sig áfram með sigri í sínum leikjum. Lokaleikir riðilsins fara fram í kvöld.

Þess vegna komst Hvíta-Rússland áfram

Hvíta-Rússland, Ísland og Danmörk luku keppni í A-riðli með sama stigafjölda og sömu markatölu en það voru Hvít-Rússar sem komust áfram í undanúrslitin með Sviss.

Aftur hreyfðist golfkúla Webb Simpson á flötinni

Kylfingurinn Webb Simpson lenti í kunnulegum vandaræðum á þriðja hring Opna bandaríska meistaramótsins í gær. Þegar Webb bjó sig undir að pútta hreyfðist kúlan í golunni og kostaði Webb högg.

Eriksen: Vildi frekar fá Ísland áfram

Christian Eriksen, leikmaður danska U-21 landsliðsins, segir það ótrúleg niðurstaða að Hvíta-Rússland hafi komist áfram í undanúrslitin á EM í Danmörku.

Bordinggaard: Versti leikurinn okkar

Keld Bordinggaard stýrði U-21 liði Dana í síðasta sinn í gær en hann gaf það út fyrir EM í Danmörku að hann myndi ekki halda áfram í starfinu eftir keppnina. Danmörk er úr leik eftir að liðið tapaði í gær fyrir Íslandi, 3-1.

Heimir Guðjóns aftur í KR-búningnum - myndir frá Meistaraleik Steina Gísla

Meistaraleikur Steina Gísla fór fram á Akranesvellinum í gærkvöldi og mættu 4000 manns á leikinn en allar tekjur af leiknum runnu til Sigursteins Gíslasonar og fjölskyldu hans. Þetta var líklega besta aðsókn á leik á Akranesi síðan að ÍA og KR spiluðu hreinan úrslitaleik um titilinn árið 1996.

Leikmenn í bann fyrir að ná sér viljandi í gult spjald

Þeir leikmenn sem verða uppvísir að því að ná sér í gul spjöld vísvitandi í Evrópukeppnum fá sjálfkrafa tveggja leikja bann. Þetta er meðal ákvarðana sem teknar voru á fundi framkvæmdanefndar evrópska knattspyrnusambandsins UEFA í vikunni.

Hérna átti Gylfi Þór að fá víti

Gylfi Þór Sigurðsson komst nokkrum sinnum nálægt því að skora fyrir íslenska U-21 landsliðið gegn Dönum í gær en það virðist enginn vafi á því að hann átti að fá víti í leiknum.

Dempsey og Donovan fengu frí meðan aðrir æfðu

Clint Dempsey og Landon Donovan komu aftur til móts við knattspyrnulandslið Bandaríkjanna í gærkvöldi. Kempurnar fengu þriggja daga frí frá landsliðinu til að vera viðstaddir brúðkaup. Bandaríkin mæta Jamaíka í 8-liða úrslitum Gullbikarsins í Tampa í Flórída-ríki dag.

Bjarni: Aldrei jafn svekktur eftir sigur

Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði U-21 liðs Íslands, sagði eftir leikinn gegn Dönum í gær að það hafi verið erfitt að kyngja niðurstöðunni og þeirri staðreynd að Ísland væri úr leik á EM í Danmörku.

Gylfi Þór: Samheldnin í hópnum mikil

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður U-21 liðs Íslands, segir að það hefði verið samheldni og vinátta leikmanna liðsins sem gerði það að verkum að liðið náði sér á strik í lokaleik sínum á EM í Danmörku.

Haraldur: Hlusta ekki á gagnrýni annarra

Haraldur Björnsson átti stórleik í marki íslenska liðsins gegn Danmörku í gær og ljóst að hann vakti athygli marga af þeim fjölmörgu útsendurum erlendu liða sem voru á vellinum í gær.

Umfjöllun: Sárgrætileg niðurstaða eftir glæsilegan sigur

Ísland var ótrúlega nálægt því að komast áfram í undanúrslit á EM U-21 liða í Danmörku í kvöld eftir sigur á heimamönnum, 3-1. Ólympíudraumurinn er þar með úr sögunni. Kolbeinn Sigþórsson, Birkir Bjarnason og Hjörtur Logi Valgarðsson skoruðu mörk Íslands í leiknum sem er nú úr leik á mótinu.

Mcllroy með átta högga forskot fyrir lokahringinn

Norður-Írinn Rory Mcllroy er með átta högga forskot á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Congressional-vellinum í Bethesda í Maryland-ríki. Mcllroy spilaði þriðja hringinn í dag á þremur höggum undir pari.

Ballack afþakkar kveðjuleik með þýska landsliðinu

Michael Ballack hefur brugðist illa við boði Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands, um að ljúka landsliðsferlinum í vináttuleik gegn Brasilíu í ágúst. Löw hefur sagst ekki ætla að velja fyrirliðann fyrrverandi aftur í landsliðið. Tími yngri leikmanna sé kominn.

Kolbeinn: Danirnir voru hræddir

Kolbeinn Sigþórsson segir grátlegt að hugsa til þess að Ísland var aðeins einu marki frá því að komast í undanúrslit á EM og eiga þar með möguleika á Ólympíusæti.

Rúrik: Klaufalegt að vinna ekki Hvít-Rússa

Rúrik Gíslason segir að Ísland megi ekki gleyma því að fagna góðum sigri á Dönum þrátt fyrir að hafa fallið úr leik á Evrópumeistaramóti U-21 liða í Danmörku.

Eggert Gunnþór: Svöruðum gagnrýnisröddum

Eggert Gunnþór Jónsson segir að það geti stundum verið stutt á milli hláturs og gráturs í boltanum - eins og sýndi sig þegar Ísland vann 3-1 sigur á Danmörku í kvöld en var aðeins hársbreidd frá því að komast áfram í undanúrslitin. Þess í stað er Ísland úr leik á mótinu.

Jón Guðni: Ótrúlegt að Hvít-Rússar komust áfram

Jón Guðni Fjóluson, leikmaður íslenska U-21 liðsins, segir að leikmenn geti gengið stoltir frá leiknum við Danmörku í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-1, en það dugði ekki til að komast áfram í undanúrslit Evrópumeistaramótsins í Danmörku.

Sviss vann Hvíta-Rússland 3-0

Svisslendingar sigruðu Hvít-Rússa 3-0 í hinum leik A-riðils í Árósum í kvöld. Þrátt fyrir tapið komast Hvít-Rússar áfram ásamt Svisslendingum sem sigruðu í öllum leikjum sínum í riðlinum.

Toulalan til Malaga - enn fjölgar kempunum

Spænska knattspyrnufélagið Malaga hefur gengið frá kaupum á Jeremy Toulalan frá Lyon. Toulalan sem skrifaði undir fjögurra ára samning við Malaga hefur spilað 36 landsleiki fyrir Frakkland.

Sjá næstu 50 fréttir