Fleiri fréttir

Fjóla Signý þriðja - Ísland í þriðja sæti

Fjóla Signý Hannesdóttir varð þriðja sæti í 400 metra hlaupi kvenna. Fjóla hljóp á 57,52 sekúndum. Sigurvegari varð Amalia Sharyoan frá Armeníu á tímanum 54,98 sekúndum.

Ísland í fimmta sæti að loknum fjórum greinum

Ísland er í fimmta sæti í Evrópubikarnum í frjálsum íþróttum þegar fjórum greinum er lokið. Keppnin stendur yfir á Laugardalsvelli. Aserbaídjsan er í efsta sæti með 53 stig en Ísland er í 5.-6. sæti ásamt Lúxemborg með 37 stig.

Laugardalsá opnuð

Við vorum að fá fyrstu fréttir úr Laugardalsá en eins og menn vita opnaði laugardalsáin eftir hádegi í gær. Seinnipartin í gær var lítið að finna nema silung og eru komnir þónokkrir Urriðar. En strax í morgun komu tveir 10-12 punda laxar á land úr Dagmálafljóti og eru veiðimenn mjög ánægðir með veiðina..

Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará

Í gær er unnið var að hreinsun laxastigans í fossinum Beljanda í Breiðdal kom í ljós lax í einu hólfi hans er vatnið var tæmt. Var hann háfaður upp og sleppt í ánn og að sögn þeirra sem komu að þessu var þetta um 7-8 punda hrygna með för eftir lús. Svo hann er mættur í Breiðdalinn enda hefur hin síðari ár oftast sést lax um þetta leyti og veiðin aukist mikið í júlí frá því sem áður var. Veiði hefst 1. júlí og ennþá eru lausar stangir á bilinu 20. - 26. júlí og svo aftur í lok ágúst og von er á metveiði enda var seiðasleppingin vorið 2010 nánast tvöfölduð frá því sem áður hefur verið!

Veiðin að glæðast í vötnunum

Steingrímur Valgarðsson er búinn að fara nokkrar ferðir í Kleifarvatnið og hefur verið að ná í fína urriða. Hér fyrir neðan má sjá mynd af honum með tvo fiska, 6 og 3,5 punda sem hann fékk í gær en eftir að myndin var tekin fékk hann aðra tvo fína urriða. Hann nefndi að mikill fiskur væri í vatninu og hann var stöðugt verið að narta í hjá honum. Hann var að veiða í suðurenda vatnins, ekki langt frá hverasvæðinu.

Arnór: Betra að spila fyrir fullum velli

Arnór Smárason segir að danska liðið sé vel spilandi og með góða leikmenn sem þurfi að hafa gætur á. Hann segir þó að Íslendingar muni mæta dýrvitlausir til leiks.

Markvörður Dana: Ég hef yfirhöndina gegn Gylfa

Mikkel Andersen, markvörður U-21 liðs Danmerkur, þekkir Gylfa Þór Sigurðsson vel, þar sem þeir voru samherjar hjá Reading áður en Gylfi gekk til liðs við Hoffenheim í Þýskalandi.

Forseti Barcelona hótar að skera á öll tengsl við Real Madrid

Sandro Rosell, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, segir á heimasíðu félagsins tilbúinn að skera á öll tengsl við erkifjendurna í Real Madrid. Hann segir hegðun Madridinga á síðasta tímabili hafa farið út fyrir öll velsæmismörk.

Eto'o, Song og Assou-Ekotto fyrir aganefnd

Kamerúnsku landsliðsmennirnir Samuel Eto'o hjá Inter, Alex Song hjá Arsenal og Benoit Assou-Ekotto hjá Tottenham hafa verið kallaðir fyrir aganefnd knattspyrnusambandsins í Kamerún. Þeir eiga að gera grein fyrir hegðun sinni í tengslum við leik landsliðsins gegn Senegal 4. júní síðastliðinn.

Demba Ba kominn til Newcastle

Framherjinn Demba Ba hefur gengið til liðs við Newcastle. Senegalinn sem er 26 ára skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Hann var á mála hjá West Ham á síðasta tímabili en var laus allra mála hjá félaginu.

Moggi í lífstíðarbann frá knattspyrnu

Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdarstjóri ítalska knattspyrnuliðsins Juventus, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá afskiptum af knattspyrnu af ítalska knattspyrnusambandinu.

Eyjólfur: Má búast við breytingum

Eyjólfur Sverrisson hefur ekki útilokað að breyta til í leiknum gegn Danmörku á morgun, bæði hvað varðar leikkerfi og byrjunarlið íslenska U-21 liðsins.

Fyrrum forseti FIFA í slæmum málum

Siðanefnd Alþjóða ólympíunefndarinnar hefur hafið rannsókn á ásökunum sjónvarpsþáttar BBC á hendur João Havelange fyrrum forseta FIFA. Brasilíumaðurinn, sem er 95 ára gamall, er sakaður um að hafa þegið mútur.

Rory McIlroy í metabækurnar eftir frábæran hring

Rory McIlroy setti mótsmet í dag á opna bandaríska meistaramótinu með því að leika á 66 höggum eða -5 á öðrum keppnisdegi stórmótsins. Hinn 22 ára gamli Norður-Íri er samtals á 11 höggum undir pari en þetta er í fyrsta sinn í 111 ára sögu mótsins sem kylfingur nær að komast 10 undir par vallar á öðrum hring. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að hefja leik í dag en þessa stundina er hinn 22 ára gamli McIlroy með 8 högga forskot í efsta sæti á Congressional vellinum.

Dalglish ósáttur við upphafsdag tímabilsins

Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool er ósáttur við að enska úrvalsdeildin hefjist á laugardegi. Vikuna á undan eru flest landslið í eldlínunni og hann segir að eðlilegt hefði verið að hefja deildina á sunnudeginum.

Kynlífsmyndband með Shaq nefnt í tengslum við mannrán

Þótt körfuboltastjarnan Shaquille o'Neal hafi lagt skóna á hilluna er hann ekki horfinn af forsíðum dagblaðanna. Nú hefur nafn hans verið nefnt í kæru á hendur sjö mönnum sem rændu og börðu Robert nokkurn Ross árið 2008. Ross segir mennina hafa verið á höttunum eftir kynlífsmyndbandi með O'Neal.

Prúðara liðið gæti komist áfram

Talsvert hefur verið fjallað um það í dönskum fjölmiðlum hvað muni gerast ef úrslit leikja í lokaumferð A-riðils á EM U-21 í Danmörku fara á ákveðinn veg.

Tiger Woods er enn tekjuhæsti bandaríski íþróttamaðurinn

Þrátt fyrir að bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafi ekki sýnt mikla takta á golfvellinum á undanförnum mánuðum er hann enn tekjuhæsti bandríski íþróttamaðurinn. Í samantekt Forbes tímaritsins var Woods rúmlega 62 milljónir bandaríkjadala í tekjur á árinu 2010 eða rétt um 7,2 milljarða kr.. Þar af eru aðeins 2,2 milljónir í verðlaunafé eða 250 milljónir kr.

Rúrik: Trúum enn á okkar möguleika

Rúrik Gíslason segir að það væri skelfilegt ef Ísland myndi enda með núll stig og ekkert skorað mark á EM U-21 í Danmörku. Strákarnir mæta heimamönnum á morgun og ætla að sýna sitt rétta andlit þá.

Hollenskir landsliðsmenn til Malaga

Varnarmaðurinn Joris Mathijsen hefur samið til tveggja ára við spænska knattspyrnuliðið Malaga. Mathijsen fetar í fótspor markahróksins Ruud Van Nistelrooy sem gekk til liðs við Malaga fyrir skemmstu. Leikmennirnir koma báðir frá þýska félaginu Hamburg.

Danir úr leik ef þeir tapa fyrir Íslandi

Danir munu fylgjast vel með báðum leikjum í lokaumferð EM U-21 liða á morgun því úrslitin í báðum leikjum gætu haft mikið að segja. Danir eru úr leik ef liðið tapar fyrir Íslandi en sigur er þýðingarlaus ef úrslitin í leik Hvíta-Rússlands og Sviss eru þeim óhagstæð.

Ruglmyndband með kylfingum slær í gegn á Youtube

Bandarískir atvinnukylfingar hafa í gegnum tíðina ekki verið þekktir fyrir óhefðbundna hegðun utan vallar nema í undantekningartilfellum líkt og John Daly. Nýverið settu fjórir þekktir kylfingar saman tónlistarmyndband þar sem þeir bregða sér í hlutverk í "strákabandi“ og hefur tónlistarmyndbandið með The Golf Boys slegið í gegn á Youtube.

Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu 2013 á Wembley

Evrópska knattspyrusambandið UEFA hefur greint frá því að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu árið 2013 fari fram á Wembley-leikvanginum í London. Aðeins þrjár vikur eru síðan Manchester United og Barcelona léku til úrslita á sama velli í sömu keppni.

Bjarni: Erum búnir að ná áttum aftur

Fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson á von á heldur rólegri leik gegn Dönum á morgun heldur en leikurinn gegn Svisslendingum var á þriðjudagskvöldið.

McIlroy vonast til þess að hafa lært af reynslunni frá Mastersmótinu

Norður-írska ungstirnið Rory McIlroy er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hann lék á 65 höggum eða -6. McIlroy, sem er 22 ára gamall, sagði að hann hefði getað leikið mun betur þrátt fyrir allt en hann er með þriggja högga forskot.

Aron Einar: Danir með tvo ása á hendi

Aron Einar Gunnarsson verður væntanlega aftur í byrjunarliði Íslands á morgun þegar að liðið mætir Danmörku á EM U-21 liða. Aron Einar tók út leikbann í síðasta leik og hefur því beðið spenntur fyrir leiknum á morgun.

Alex McLeish tekinn við Aston Villa

Skotinn Alex McLeish hefur gengið frá þriggja ára samningi við Aston Villa. McLeish, sem sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Birmingham síðastliðna helgi, segist þurfa að sanna fyrir gagnrýnum stuðningsmönnum að hann sé sá rétti í starfið.

Man Utd mætir WBA í fyrstu umferð á næsta tímabili

Enska úrvalsdeildin hefst að nýju þann 13. ágúst og meistaralið Manchester United fær mótherja í fyrstu umferðunum. Man Utd mætir WBA á útivelli í fyrstu umferð laugardaginn 13. ágúst en mætir síðan Tottenham, Arsenal og Chelsea í fyrstu fimm umferðunum. Chelsea mætir Stoke á útivelli í fyrstu umferð og Liverpool leikur gegn Sunderland á Anfield. Það verður Íslendingaslagur strax í fyrstu umferð þar sem að Heiðar Helguson og félagar úr QPR mæta Bolton sem Grétar Rafn Steinsson leikur með.

Fá leikmenn Dallas ekki meistarahringa?

Mark Cuban eigandi Dallas Mavericks sem varð NBA-meistari á dögunum segist ekki ætla að láta framleiða hringa fyrir leikmenn sína. Sigurvegarar í NBA-deildinni hafa frá upphafsárum deildarinnar fengið hringa frá eigendum sínum sem tákn um afrekið. Cuban segir hringa vera gamaldags.

McIlroy byrjaði með látum á US open

Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. McIlroy fékk 6 fugla og lék aðrar holur á pari, alls 65 högg, og er hann með þriggja högga forskot.

LA Galaxy á höttunum eftir Totti

Bandaríska knattspyrnuliðið LA Galaxy er tilbúið að bjóða ítalska knattspyrnumanninum Francesco Totti 14 milljónir evra í árslaun gangi hann til liðs við félagið. Fyrir hjá Galaxy eru stjörnur á borð við David Beckham, Landon Donovan og Juan Pablo Angel.

ÍR og Víkingar úr Ólafsvík lönduðu þremur stigum

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld í fótbolta. ÍR og Leiknir áttust við í fyrri Breiðholtslagnum í sumar og þar hafði ÍR betur, 3-2. ÍR er í 8. sæti með 10 stig en Leiknir í því næst neðsta með 4. Í Ólafsvík sigraði Víkingur lið Þróttar frá Reykjavík 2-1. Með sigrinum þokuðu Víkingar sér upp í 9. sæti en liðið er með 9 stig en Þróttur er með 10 stig í því 6.

Fyrrum liðsfélagar standa að Meistaraleiknum fyrir Steina Gísla

KR og Akranes mætast í ágóðaleik á laugardaginn kl. 17.15 á Akranesvelli fyrir Sigurstein Gíslason fyrrum leikmann beggja félaga – sem á við erfið veikindi að stríða. Sigursteinn, sem er einn sigursælasti leikmaður landsins, greindist með krabbamein í lungum og nýrum nýverið. En Sigursteinn hefur þjálfað Leikni í Breiðholti með góðum árangri.

Nýr varabúningur Liverpool blár og hvítur

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur kynnt nýjan þriðja búning félagsins fyrir komandi tímabil. Búningurinn er hvítur og ljósblár en fyrsti búningur félagsins fyrir tæpum 120 árum var einmitt blár og hvítur.

Mickelson hefur fimm sinnum endað í öðru sæti

Phil Mickelson hefur aldrei náð að sigra á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann hefur keppt alls 20 sinnum á þessu móti og mótið í ár er því það 21 sem hann leikur á. Mickelson segir að hann hafi látið sig dreyma um að sigra á þessu móti frá því hann var barn en hann er enn ekki hættur að láta sig dreyma þrátt fyrir að vera 41 árs gamall.

Gylfi: Alltaf hægt að vera vitur eftir á

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður U-21 liðs Íslands, gefur lítið fyrir gagnrýni um að liðið hafi ekki verið nægilega vel undirbúið fyrir EM í Danmörku.

Bergur Ingi: Eigum ágætis möguleika

Þriðja deild Evrópubikarkeppninnar í frjálsum íþróttum fer fram á Laugardalsvelli um helgina. Fimmtán þjóðir mæta til leiks og er um að ræða fjölmennasta frjálsíþróttamót sem haldið hefur verið hér á landi. Sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson segir Ísland eiga ágæta möguleika á að tryggja sér sæti í 2. deild.

Sjá næstu 50 fréttir