Fótbolti

Hérna átti Gylfi Þór að fá víti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Þetta er auðvitað ekkert annað en víti!
Þetta er auðvitað ekkert annað en víti! Mynd/Anton
Gylfi Þór Sigurðsson komst nokkrum sinnum nálægt því að skora fyrir íslenska U-21 landsliðið gegn Dönum í gær en það virðist enginn vafi á því að hann átti að fá víti í leiknum.

Meðfylgjandi mynd sem Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, sýnir þegar danskur varnarmaður brýtur á Gylfa Þór í leiknum í gær. Greinilegt er að hann fer beint í manninn án þess að hugsa um boltann.

Dómari leiksins, Serbinn Milorad Mazic, átti skelfilegan dag og virtist það einskær tilviljun hvenær hann dæmdi á brot og hvenær ekki. Því miður fyrir okkur Íslendinga sleppti hann vítinu þarna því eitt mark til viðbótar hefði dugað Íslandi til að komast áfram í undanúrslitin.

Ísland vann leikinn, 3-1, en úrslitin þýddu að Danir komust ekki heldur áfram. Það gerðu Hvít-Rússar og Svisslendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×