Fótbolti

Dempsey og Donovan fengu frí meðan aðrir æfðu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Clint Dempsey og Landon Donovan komu aftur til móts við knattspyrnulandslið Bandaríkjanna í gærkvöldi. Kempurnar fengu þriggja daga frí frá landsliðinu til að vera viðstaddir brúðkaup. Bandaríkin mæta Jamaíka í 8-liða úrslitum Gullbikarsins í Tampa í Flórída-ríki dag.

Leikmennirnir sem eru báðir lykilmenn landsliðsins misstu af þremur æfingum landsliðsins á miðviku-, fimmtu- og föstudag en liðið æfði í Washington DC.

Donovan og Dempsey voru viðstaddir brúðkaup systra sinna.

„Sem þjálfari þarftu stundum að taka erfiðar ákvarðanir. Þetta eru þýðingarmiklir dagar fyrir leikmennina og fjölskyldur þeirra. Ég þurfti að ákveða hvað væri best fyrir leikmennina og fyrir liðið í heild sinni,“ sagði Bod Bradley landsliðsþjálfari við blaðamenn fyrr í vikunni.

Bandaríkin lentu í öðru sæti í riðli sínum á eftir Panama sem sigraði í leik þjóðanna. Bandaríkin eiga titil að verja en sigurliðið í mótinu tryggir sér sæti í Eyjaálfukeppninni í Brasilíu árið 2013.

Bandaríkin hafa verið töluverð gagnrýnd fyrir frammistöðu sína í keppninni. Þeirra á meðal er Clint Dempsey, sem sýndi fáséð kæruleysi í 1-0 sigri á Guadalupe í riðlakeppninni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×